Gleymdi Gylfi ekki einhverju ...?

Jæja, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur loks gert það sem aðrir hafa keppst við að gera upp á síðkastið, snúið baki við Samfylkingunni. Það gerir hann með rökstuddu áliti. Með því hefði hann örugglega líka getað sagt sig úr Vinstri Grænum. Verst að hann var ekki í báðum þessum flokkum, fór þarna gott tækifæri og ígrunduð afstaða á bara hálfu dampi.

Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks  á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga.

Þetta er úr rökstuddri úrsögn Gylfa úr Samfylkingunni. Verst er að hann nefnir ekki annað af því sem ASÍ birti i dagblaðaauglýsingunni í gær nema ofangreint, gleymir annarri gagnrýni á ríkisstjórnina sem Samfylkingin á þó aðild að.

Ef til vill hefur hann dregið í land eftir að Steingrímur allsherjarmálaráðherra flengdi hann í Kastljósinu í gærkvöldi fyrir strákskapinn.

 

 


mbl.is Gylfi segir sig úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Það sem hann gleymdi var að hann Ætti að draga sig til hliðar í ASÍ og láta Vilhjálm á Akranesi taka við keflinu

Magnús Ágústsson, 14.12.2012 kl. 15:12

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er nokkuð ljóst að það verða amk 2 mótframboð á næsta ASÍ þingi.

Þar á eftir veriður hægt að kjósa formann beinni kosningu.

Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 16:04

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér líst vel á hann Vilhjálm á Akranesi, eldmóður í þeim manni. Þegar eldmóðurinn slokknar versa menn steinrunnir sem blýantsnagandi bjúrókratar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.12.2012 kl. 16:07

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gylfi er helsti hvatamaður ESB umsóknarferilsins

Sigurður Þórðarson, 14.12.2012 kl. 17:03

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Jóhanna var einu sinni full eldmóði... en nú full af ösku.

Hún minnir einna helst á Robert nokkurn Mugabe sem reynir að breyta lögum til að geta setið á valdastóli að eilífu (lagafrumvarp um alræði forsætisráðherra í Stjórnarráði og skipun ráðherra)

Óskar Guðmundsson, 14.12.2012 kl. 17:31

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

..... Gylfi hættir í Samfylkingunni, en er á leið í Litla útibúið BB -

Þar getur hann í góðu samráði við móðurflokkinn haldið áfram með sitt eina áhugamál það er að reyna að troða þjóðinni undir Brussel valdið !

Hvað kom annars þjóðinni og 100 þúsund félagsmönnum í ASÍ það við þó svo að þessi ASÍ jólasveinn setti þetta leikrit á svið og sagði sig úr Samfylkingunni ? - Ekki fengu þessi 100 þúsund vinnandi fólks að kjósa hann í þetta embætti og þau getur heldur ekki rekið hann ?

Ég held að flestum standi alveg ná´kvæmlega sama hvað þessi jólasveinn gerir eða ekki gerir !

Hvað heldur þessi Gylfi eiginlega að hann sé ?

Gunnlaugur I., 14.12.2012 kl. 19:42

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Guð almáttugur.

Sigurður Haraldsson, 15.12.2012 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband