Stekkjastaur á Skrokköldu

DSCN0440
Þrettán dögum fyrir jól
þá fer Stekkjastaur á ról
og staulast ofan af fjallinu
strax með fyrsta fallinu.
Þeim kom'af fjöllum einn og einn
á hverjum degi jólasveinn.

Starir hann á stauraval
á stórri lín'er reisa skal
og reyndar nóg að sýn'onum
af risavöxnum línunum.
Á svæðið mætir einn og einn,
alla daga jólasveinn.

Svona yrkir Ómar Ragnarsson um fyrsta jólasveininn sem kemur til byggða. Myndirnar orti hins vegar sjálfur ég.
 
Á vefnum framtidarlandid.is segir um Skrokköldu:
 
Svæðið sem um ræðir er á Sprengisandsleið sem er með fjölfarnari hálendisleiðum landsins og hefur því áhrif á mikilvægar ferðaleiðir. Tilheyrandi 60 km háspennulína myndi gjörbreyta upplifun af svæðinu en hugmyndir eru um 35 MW vatnsaflsvirkjun á svæðinu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband