Stekkjastaur viđ Trölladyngju og Sog
13.12.2012 | 21:42
Nćstur á eftir Stekkjastaur
steđjar kappinn Giljagaur,
upp viđ hesthús hest sér fćr,
á honum ţeysir og skellihlćr.
Ţeir koma af fjöllum einn og sinn
á hverju degi jólasveinn
Viđ Trölladyngju hann töltir og
tiplar svo gil giliđ Sog.
Međ lćk sem veitir ljúfan yl
hann labbar inn í hiđ fagra gil.
Ţeir mćta á svćđin, einn og einn
alla daga, jólasveinn
Svo yrkir Ómar Ragnarsson á framtidarlandid.is en myndirnar orti ég.
Efsta myndin er af litlum jólasveini í gufumekki viđ Sogasel.
Nćsta mynd er tekin af Trölladyngju, sem í raun er engin dyngja, heldur móbergsfjall. Horft er til Keilis og á milli er langur hryggur sem ég held ađ heiti Oddafell. Nćr er syđsti hluti Höskuldarvalla og ţar er lćkurinn sem kemur úr Sogunum (eđa Soginu) og hefur í raun átt stóran ţátt í ađ búa til vellina međ framburđi sínum.
Ţriđja myndin er tekin á Oddafelli og er horft til Trölladyngju, sem er brúnleita fjalliđ vinstra megin á myndinni. Hćgra megin viđ ţađ er Grćnadyngja. Af Trölldyngju tók ég myndina hér ađ ofan.
Allar ţessar myndir eru teknar áriđ 2007. Ţá hafđi veriđ byrjađ ađ bora á ţessu svćđi og einnig ofar, nćr Spákonuvatni.
Á vefnum framtidarlandid.is stendur:
HS Orka hefur haft áform um ađ reisa orkuver á jarđhitasvćđinu í Trölladyngju. Rannsóknir hafa ţegar valdiđ miklu raski á viđkvćmu svćđinu, međal annars er ađ finna 3000 m2 borplan skammt neđan viđ Spákonuvatn. Enn er óljóst hvort jarđhitinn verđi virkjađur.
Ţetta svćđi er allt međ ólíkindum fallegt en engu ađ síđur tiltölulega fáir sem ţangađ leggja leiđ sína. Hćgt er ađ aka ţangađ af Reykjanesbraut eđa fara upp frá Völlunum í Hafnarfirđi og í áttina ađ Kleifarvatni en beygja inn í Móhálsadal. Ekiđ er ađ Djúpavatni og gengiđ ţar upp á Vesturháls, sem er fyrir ofan ţađ. Ţar er óhćtt ađ lofa stórfallegu útsýni til allra átta.
Neđsta myndin er svo tekin ţarna fyrir ofan Lćkjavelli viđ Djúpavatn í ágúst 1985. Handan hraunsins í Móhálsadal er Sveifluháls eđa Austurháls og ţar hinum megin er Kleifarvatn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.