Er hægt að vinna á heimsku með stjórnvaldi?

Fjárhættuspil þar sem veðjað er á móti hugbúnaði sem forritaður er til þess að bera sigur af hólmi má segja að sé ígildi skattlagningar á heimsku.

Grein Arnars Sigurðssonar í Morgunblaðinu er afar góð og vel skrifuð. Ofangreind tilvitnun er úr henni og höfundur bætir eftirfarandi við:

Því má segja að tilvonandi „Happdrættisstofa“ Ögmundar sé tilraun til þess að vinna á heimsku með stjórnvaldi.

Í raun hefði Arnar ekki þurft að skrifa meir. Innanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, er hérna pakkað snyrtilega saman, slaufa sett utan um pakkann og hann sendur langt út í buskann - svona málefnalega séð.

Ráðherrann mun þó ekki bregðast okkur aðdáendum sínum og er vís með að rita grein þar sem hann mun rökstyðja í löngu og flóknu máli þá ákvörðun sína að stofna Happdrættisstofu ríkisins. Ég vona að hann stofni þessa Happdrættisstofu enda ætla ég að sækja þar um starf enda ábyggilega góð innivinna og róleg enda stundar um það bil eitt prósent þjóðarinnar fjárhættuspil samkvæmt Arnari Sigurðssyni.

Og Arnar segir í grein sinni sem allir ættu að lesa, sérstaklega Vinstri grænir:

Veruleikafirring Ögmundar er reyndar slík að í greinargerð með frumvarpinu er beinlínis viðurkennt að: „Enginn vafi er á því að greiðslumiðlunarbann telst hindrun á þjónustufrelsi í skilningi Evrópuréttar.“

Að viðurkenna lögbrot í greinargerð með lagafrumvarpi hlýtur að vera nýlunda hér á landi og verðugt rannsóknarverkefni fyrir svokallaða stjórnsýslufræðinga. 

 


mbl.is Ögmundarstofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband