Góður leiðari í Morgunblaðinu

En þar sem að jafnan stefnir í að mál stjórnarliðs verði ráðandi og eftir lögfestingu bindandi fyrir þjóðina, jafnvel íþyngjandi mjög, er þingforseta beinlínis skylt að tryggja að stjórnarandstaðan hafi fulla aðkomu að afgreiðslu stjórnarfrumvarpa. 

Vek athygli á leiðaranum í Morgunblaðinu í morgun. Hann fjallar einfaldlega um Alþingi og ofangreind tilvitnun er úr honum. Hún fjallar um siðferðilega skyldu þingforseta að sjá til þess að umræðan fái þá virðingu sem hún á skilið. Það gagnast þó ekki ef stjórnarsinnar hverfa burtu úr þingsal og taka ekki þátt í umræðunni. Þar með svíkjast þeir um, vanrækja skyldur sínar.

Stjórnarsinnum hefur verið tíðrætt um málþóf stjórnarandstöðunnar og í nær hvert skipti er þingmaður hennar tekur til máls byrja stjórnarsinnar að kyrja sama kórinn. Minna fer þó fyrir því þeirri einföldu staðreynd að stjórnarþingmenn ræða ekki málin. Þeir sitja jafnan hjá og óttast svipuna sem hvín yfir höfðum þeirra ef þeir voga sér ...

Fjölmörgum þingmálum fá þvingað samþykki þingflokka Vinstri grænna og Samfylkingarinnar og þar með er þingmönnum þeirra einfaldlega bannað að tjá sig um málin, hvað þá að gagnrýna þau.

Leiðarhöfundur Morgunblaðsins er glöggur á þessi mál og segir:

Og það dregur ekki úr þeirri tortryggni að gefa stjórnarandstöðunni eingöngu tækifæri til að ræða stórmál um miðja nótt, þar sem enginn er til andsvara og nánast enginn tekur þátt í umræðum af hálfu stjórnarliðsins.

Málatilbúnaður af þessari gerð endurspeglar mikinn hroka gagnvart almenningi, er andstæður forsendum þess að lýðræði virki. Hann ýtir undir tortryggni og allt þetta verður til þess að virðing Alþingis endar í ræsinu. Og það er nákvæmlega sú staða sem er uppi núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband