Það gæti verið verra ...

Jónas fór mjög í taugarnar á vinum sínum með óþolandi bjartsýni. Það var alveg sama hve slæm staðan var, alltaf gat hann sagt „Það gæti verið verra“.
 
Vinir hans ákváðu að gera eitthvað í málinu og reyna að venja hann af þessum leiða vana. Þeir ákváðu að finna upp einhverja atburðarrás sem væri svo hræðileg og svo svört að hann gæti með engu móti fundið neitt jákvætt við hana.
 
Þeir komu til hans á hverfispöbbnum eitt kvöldið og sögðu: „Jónas, ertu búinn að heyra þetta með hann Guðmund? Hann kom heim í gærkvöldi, kom þá að konunni með öðrum manni og skaut þau bæði og síðan sjálfan sig!“
 
„Þetta er hræðilegt,“ sagði Jónas. „En það gæti verið verra.“
 
Nú urðu vinirnir hlessa. „Hvernig í ósköpunum gæti þetta verið verra?“ spurðu þeir.
 
„Ja, sko,“ sagði Jónas. „Ef þetta hefði gerst í fyrrakvöld þá væri ég dauður!“
 
Fengið að láni af fésbókarsíðu Ingvars frænda míns Víkingssonar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður, hér er svo annar sem ég fékk að láni á fésbókarsíðu vinar míns.

  Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann.
Einn daginn í vinnunni í kafflhélinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Já, Björk, hún er nú góð stelpa".
Vinnufélagi: "Guðmundur, þekkir þú Björk"
Guðmundur: "Já, hún er mjög fín"


Vinnufélagi: "Djöfuls kjaftæði Guðmundur, Við erum komnir með nóg af þessu. Þú þykist þekkja alla. Í guðana bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig.
Nokkrum dögum síðar í vinnunni
Vinnufélagi: "Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun"
Guðmundur: "Já Svíakonungur, það er nú góður karl"
Vinnufélagi: "Þekkir þú líka Svíakonung"
Guðmundur: "Já, Já ég þekki hann mjög vel"
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir búnir að fá sig full sadda á þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta
sem vind um eyru þjóta.
Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli í móttökunefnd að taka á móti Svíakonungi og heilsuðust Guðmudur og Svíakóngur með virtum.
Vinnufélagirnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessumsögum Guðmundar. 2 dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann ásamt konu sinni væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Páfinn, Já, Það er nú góður maður"
Yfirmaður: "Guðmundur, þekkir þú nú páfann líka"
Guðmundur: "Já, Já auðvitað, ansi fínn karl en svolítið gamall"
Yfirmaður: "Guðmundur, nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú.
Guðmundur: "ok"
Á Ítalíu Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og kirkjan var fullsetin. Þegar messan var búinn gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Siðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: "Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?"
Yfirmaður "Nei , nei þegar þú varst að tala við páfann þá bankaði Robert DeNiro í öxlina á mér og spurði mig: "Who is that guy standing beside Guðmundur".

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 16:49

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þessi er frábær ... Bestu þakkir, Rafn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 12.12.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband