Mútur ESB orðnar að tekjum á fjárlögum
10.12.2012 | 11:48
Mýmargar fjárveitingar voru síðan samþykktar til stofnana ríkisins, svo þær gætu tekið við styrkjum frá Evrópusambandinu. Í fjárlagafrumvarpinu er sérstakur fjárlagaliður sem nefnist einfaldlega styrkir frá Evrópusambandinu vegna aðildarumsóknar. Þetta er heldur engin smá upphæð. 806 milljónir króna, hvorki meira né minna. Styrkir frá ESB eru sem sagt orðnir umtalsverður hluti af tekjum íslenska ríkisins!
Þetta segir Einar Kr. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í grein í Morgunblaðinu í morgun (leturbreytingar eru mínar).
Ég tók eftir þessu við afgreiðslu fjárlaga. Pétur Blöndal, þingmaður, hafði til dæmis líka orð á þessu í umræðunum sem einhverjir sem ekki fylgjast með kalla málþóf.
Finnst engum nema Sjálfstæðismönnum það skrýtið á fjárveitingar frá Evrópusambandinu skuli notaðar í fjárlögin? Þessa greiðslur sem kallaðar eru styrkir eru auðvitað ekkert annað en mútur enda tilgangurinn nákvæmlega sá sami og með öðrum mútugreiðslum, að greiða fyrir því að Ísland samþykki inngönguna í ESB í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Það er kominn tími til að við köllum hlutina réttu nafni. Þessir styrkir eru mútur og fullvalda þjóð getur ekki verið þekkt fyrir að taka við slíkum greiðslum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú fárárnleg fullyrðing hjá Einari Guðfinnsyni eins og reyndar flest það sem hann skrifar á bloggsíðu sína. Það er ástæða fyrir því að hann heimilar ekki athugasemdir á sinni bloggsíðu. Það er efitt að halda úti rangfærslum og bulli þegar hægt er að leiðrétta það í athugasemdakerfi.
Fjárlög íslenska ríkisins eru um 500 milljarðar. 800 milljónir eru því 1,6 prómill eða 0,16 prósent. Það getur varla talist umtalsverður hluti.
Þessir styrkir bjóðast öllum umsóknarríkjum og eru til að styrkja innviði stjórnsýslunnar þannig að hún geti tekist á við það að aðlaga landið að ESB relgum á því eina og hálfa til tveimur árum sem líða frá því aðild er samþykkt þangað til hún verður að veruleika. Það er nefnilega þannig að það er ekki fyrr en á því tímabili sem aðlögunin fer fram öfugt við það sem margir ESB andstæðingar eru að ljúga að þjóðinni að sé að gerast núna strax.
Þessir styrkir eru ekki endurkræfir ef aðild er felld. Það eitt og sér gerir það að verkum að ekki er hægt að kalla þetta mútur. Mútur er greiðsla til að fá einhvern til að gera eitthvað sem hann annars gerði ekki. Þær eru því alltaf háðar því að viðkomandi geri eitthvað sem hann annars hefði ekki gert. Því geta greiðslur sem eru óháðar því hvort aðild er samþykkt eða ekki engan vegin talist mútur.
Sigurður M Grétarsson, 11.12.2012 kl. 08:28
Þetta er nú það aumlegasta yfirklór sem ég þekki til. Fyrir utan að gera lítið úr Einar Kr. Guðfinnssyni, sem er frekar ódrenglegt. Ekki síður að gera hér að umtalsefni að hann leyfi ekki athugasemdir á bloggsíðu sinni en það er vel skiljanlegt hjá alþingismanni.
Sú viðbára að styrkumsóknir séu lítill hluti af fjárlögum ríkisins stenst ekki. Það sem aftur á móti stenst er að vinstri stjórnin skuli yfirleitt nota þessar greiðslur sem hluta af fjárlögum. Það er ámælisvert.
Mútur eru mútur þó svo að menn kalli þetta styrki fyrir innviði stjórnsýslunnar. Málið er að þessir svokölluðu styrkir eru ekki látnir ganga í þetta sem þú segir, nafni minn. Þeir eru notaðir í allt annað. Tilgangurinn er að smyrja ganghjólin, afla velvilja og hjálpa móralskt til við að afla stuðnings við ESB.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.12.2012 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.