Enn verðlaunar ríkisstjórnin með vonarvölinni
7.12.2012 | 09:40
Félagsmenn í Útvegsmannafélagi Snæfellsnes eru yfir 30. Þetta er fjölmennasta útvegsmannafélag landsins en smæsta félagið í tonnum talið. Þetta eru fjölskyldu- og einstaklingsútgerðir. Skipstjórarnir og vélstjórarnir eiga bátana eða fjölskyldur þeirra. Þetta fólk mun auðvitað ekki sætta sig við að eiga ekki fyrir afborgunum á vöxtum og lenda í vanskilum. Það mun skoða hvort það geti ekki selt sig út úr rekstrinum. Þetta fólk hefur talið sig vera í þokkalegri stöðu og að það ætti þokkalegan lífeyri bundinn í fyrirtækjunum. Miðað við þessa skattaheimtu eru fyrirtækin orðin verðlaus.
Þetta eru nú kvótagreifarnir þegar upp er staðið. Veiðigjöldin eru að sliga harðduglegt fólk sem gerir út báta sína, vinnur þar og taldi sig eiga einhvern lífeyri bundinn í útgerðinni, gæti selt hana þegar komið væri á aldur.
Nei, ríkisstjórn vinstri manna hefur séð fyrir því að fjöldi fólks er að komast í vanda. Ekki nóg með að ríkisstjórnin geri ekkert vegna atvinnuleysisins heldur stendur hún í því að verðlauna fólk fyrir dugnað sinn með þeim alræmda verðlaunagrip, vonarvölinni.
Vilja hætta útgerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.