Forsætisráðherra fjarri öllum raunveruleika

Forsætisráðherra er svo gjörsamlega rökþrota að hún gleymir aðalatriðum máls og heldur að það Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, sé óvinur. 

Til hvers er hún að skensa Guðlaug fyrir að vekja athygli á þeim áhrifum sem hækkanir ríkisstjórnarinnar hafa á vísitölu og þar með á verðtryggð lán? Og svo segir hún að  þingmaðurinn eigi að horfa til þess jákvæða sem finnst í fjárlögunum fyrir heimilin í landinu.

Hvað er svona jákvætt í fjárlagafrumvarpinu? Spyr sá sem ekkert veit.

Og forsætisráðherra er svo fjarri öllum raunveruleika að hún tekur ekki einu sinni þátt í umræðum um fjárlagafrumvarpið, ekki frekar en þingmenn ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu þeir þá vera að gera í vinnunni sinni?

Þetta eru auðvitað vinnusvik. 


mbl.is „Hann er oft að leika sér í ræðustól“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jack Daniel's

Þinn flokkur og Guðlaugur voru nú við stjórn landsins þegar smjör draup af hverju strái að þeirra eigin sögn og hvað gerðu þeir?  Skáru allt niður til helvítis en sátu svo sjálfir og fitnuðu eins og púkinn á fjósbitanum.  Reyna síðan að kenna öðrum um hvernig komið er sem er hinn dæmigerði skíthælsháttur ykkar sjallana.

Jack Daniel's, 5.12.2012 kl. 17:52

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Eigum við eitthvað vantalað fyrstu þú kallar mig ónefnum, Jack Hrafnkell?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.12.2012 kl. 17:56

3 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Tugum ef ekki hundruðum milljóna á að veita í einhverja óskilgreinda græna hluti sem forsætisráðherra á að hafa á sinni könnu. Væntanleg bygging íslenskra fræða og þekkingasetur á Kirkjubæjarklaustri skila ekki arði. Ótímabær Vaðlaheiðargöng, veggjöld standa ekki undir vaxtakostnaði. Efnahagsstjórnin er í molum. Atvinnusköpun aðeins fyrir rándýra lögfræðinga sem vinna við gagnslaus úrræði fyrir heimilin. Gulli spyr um verðbólguáhrif skatta og frúin dettur í hjólförin.

Jörundur Þórðarson, 5.12.2012 kl. 17:57

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Greinilegt, Jörundur, að bara sumir mega tala. Fyrir öðrum er sannleikurinn málþóf.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.12.2012 kl. 17:58

5 Smámynd: Sólbjörg

Jóhanna heldur að forsætiráðherraembættið sé krúnudjásn á höfði hennar og alþingi höll þar sem hirðmenn hallarinnar eiga að hafa hljótt um sig. Jóhanna virðist ekki hafa hugmynd um að hún er í þjónustu þjóðarinnar eða gera sér grein fyrir að Guðlaugur Þór er að vinna sína vinnu. Sjálfhverfan hefur rænt allri raunveruleikaskynun.

Sólbjörg, 5.12.2012 kl. 18:13

6 Smámynd: Sólbjörg

..æi, missti út eitt orð, á að vera: "Sjálfhverfan hefur rænt hana allri raunveruleikaskynjun."

Sólbjörg, 5.12.2012 kl. 18:15

7 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta skildi ég allt, Sólbjörg. Annars staldraði ég við þau orð þín að Jóhanna sé í þjónustu þjóðarinnar og Guðlaugur að vinna sína vinnu. Í þessu liggur kjarni málsins.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.12.2012 kl. 18:53

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Jóhanna er dottin út úr raunveruleikanum ,og menn spyrja hvað veldur. Er aldurinn að færast yfir hana?? Eða er hún hætt og ætlar að sitja þing fram á Vor á þingi fárveik í hugsun.??það er ekki spurning það er þjóðfélaginu hættulegt að hafa hana sem Forsætisráðherra lengur.

Vilhjálmur Stefánsson, 5.12.2012 kl. 19:57

9 Smámynd: Sólbjörg

Takk Sigurður.

Vilhjálmur Jóhanna er eins og hún hefur alltaf verið á þingi, uppfull og útbelgd af sjálfri sér og einmitt þessvegna er aldurinn í hennar tilviki ekki til bóta.

Það er stórhættulegt að hafa hana áfram.

Sólbjörg, 5.12.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband