Hvernig á að afkreppuvæða þjóðfélagið?
4.12.2012 | 12:08
Þetta er svo ákaflega einfalt. Séu skattar komnir upp fyrir sársaukamörk, byrja skattsvik. Sé bensínverð of hátt taka óprúttnir aðilar til við að stela bensíni. Sé áfengið orðið of dýr þá fjölgar bruggurum og ólöglegri sölu þess. Og svona má lengi telja.
Meirihluti landsmanna tekur þó til annarra ráða vegna þess að fólk er í eðli sínu heiðarlegt og gott.
Of háir skattar valda því að fólk dregur saman seglin, eyðir minna, þrengir í mittisólinni. Þegar bensínverðið er of hátt er einfaldlega ekið minna. Dýrt áfengi dregur úr sölu þess vegna þess að venjulegt fólk minnkar einfaldlega neyslu sína á þeim sviðum sem það er hægt.
Þetta skilja stjórnvöld ekki. Þau skilja ekki viðbrögð samfélagsins við kreppunni. Það er ósköp eðlilegt að tekjur ríkissjóðs minnki vegna kreppunnar. Hins vegar er aldeilis óforskammað þegar viðbrögð stjórnvalda við minni tekjum ríkissjóð eru þau að auka við skattheimtu og hækka gjöld og álögur. Þannig verður til illrjúfanlegur vítahringur.
Verst er hins vegar þegar almenningur fær á sig gusu frá Ríkisskattstjóra og ríkisstjórninni og alhæft um svarta atvinnustarfsemi, skattsvik, bensínþjófnað og brugg.
Þið þarna, rugludallar, almenningur er ekki óheiðarlegur og hættið að benda á okkur sem sakamenn.
Staðreyndin er einfaldlega sú að öðru megin er ríkisstjórn og meirihluti hennar á Alþingi. Hinum megin er almenningur í landinu sem blæðir vegna ómögulegrar efnahagsstefnu.
Hvernig er hægt snúa þróuninni við? Hvar er hvatningin til fjárfestinga, hvar er hvatning til neyslu? Hvernig í ósköpunum er ætlunin að afkreppuvæða þjóðfélagið? Ég veit alveg hvernig á að gera það en framar öllu er í pottþéttur á því að þessi ríkisstjórn hefur hvorki hugmyndir né getu til þess.
Áfengisgjald nálgast sársaukamörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stundum grunar mig að ríkið vilji meiri kreppu.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.12.2012 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.