Verða uppgreiðslur á lánum ÍLS bannaðar?

Vandræði Íbúðalánasjóðs eru meðal annars rakin til þess að fólk tekur til þess ráðs að greiða upp lán sín hjá sjóðnum. Fyrir vikið verða tekjur hans af lánunum miklu minni en við var að búast og sá tekjuskortur er afar íþyngjandi.

Íbúðalánasjóður og velferðaráðherra eiga möguleika á að takmarka tap sjóðsins með því að einfaldlega banna uppgreiðslur á lánunum.

Í pistlinum Þjóðmál eftir Pétur Blöndal á blaðsíðu tvö í helgarblaði Morgunblaðsins er tekið á þessu vandamáli og hann segir:

Stóra spurningin er hinsvegar sú hvort stjórnmálamenn treysti sér til að beita ákvæðinu og læsa fólk inni í lánum Íbúðalánasjóðs á sama tíma og vextir fara hríðlækkandi í húsnæðislánamarkaðnum. 

Væri það nú ekki eftir öðru að almenningur yrði látinn bera byrðarnar af Íbúðalánasjóði? Annað eins hefur nú skeð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband