Bóndi á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Svo maður grípi til talsmáta sjónvarpsmanna í RÚV: Hér eru töluverð pólitísk tíðindi að gerast ... Haraldur er nýr maður í stjórnmálum og afskaplega sterkt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá mann með yfirburðaþekkingu á landbúnaði inn á þing. Hann hefur staðið sig vel gegn ásælni ESB sinna í aðlögunarviðræðunum.

Þó neita ég því ekki að ég hefði viljað sjá Eyrúnu Ósk Sigþórsdóttur fá þessu sæti. Hún hefði ekki verið síðri fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Haraldur.


mbl.is Haraldur náði öðru sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hann er gríðarlega sterkur en Jón Bjarnason er samt sterkari á sviði sauðfjárræktar, ef út í það er farið.

Sigurður Þórðarson, 24.11.2012 kl. 16:34

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ef til vill er Jón Bjarnason nautsterkur í sauðfjárrækt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.11.2012 kl. 16:42

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Einmitt en ég vona að þér gangi vel í dag nafni.

Sigurður Þórðarson, 24.11.2012 kl. 16:48

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir, nafni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.11.2012 kl. 16:49

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sáttur með þetta.

ég geri ráð fyrir að hann verður ötull baráttumaður frjálsra viðskitpa, niðurfellingu tolla og minni ríkisafskipta í atvinnulífinu

Sleggjan og Hvellurinn, 24.11.2012 kl. 17:09

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Pottþétt. Og hann mun taka alvarlega hagsmuni Íslendinga, t.d. fæðuöryggi landsmanna sem margir láta sér í létu rúmi liggja og halda að við getum lifað á landbúnaðarframleiðslu annarra þjóða sem niðurgreiða útflutning sinn. Hann væri vís með að benda okkur á sjúkdóma sem hrjáir erlenda landbúnað en hafa ekki borist hingað. Þar að auki gæti ég vel trúa að hann leggði áherslu á að þau matvæli sem seld eru hér á landi standist kröfur um heilbrigði. Mikið er nú gott að séum sammála um að gott eitt geti komið frá þessum ágæta manni, Bjarni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.11.2012 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband