Lítið vatn í Grímsvötnum en samt hlaupa þau
22.11.2012 | 13:39
Hvernig getur hlaup hafist í Grímsvötnum ef það er lítið vatn í vötnunum?
Jarðfræðingar hafa haldið því fram að fyrirstaða væri við útrásina, austan megin við Grímsvötn að öllum líkindum þröskuldur úr bergi. Til að vatn flæði yfir hann þarf mikið vatn að vera í vötnunum sem nái að lyfta íshellunni nægilega hátt að yfir þröskuldinn flæði og um leið að íshellan hindri ekki rennslið.
Það sem mér finnst undarlegast er að lítið vatn skuli núna ná að lyfta íshellunni. Þegar gaus þarna 1996 þurftum við að bíða lengi eftir að hlaupinu og var þó vatnið áreiðanlega margfalt meira en nú. Þá bræddi eldgosið um þrír rúmkm af ís en hlaupið varð samt ekki fyrr en rúmum mánuði eftir að gosið í Gjálp hófst.
Myndin er tekin ofan á ísnum í Grímsvötnum. Maðurinn stendur á svipuðum slóðum og gaus þarna 2011, 1996 og svo margsinnis áður. Grímsfjall er þverhnípt vatnamegin og jökullinn skríður fram á brún og hrapar svo niður hamrana.
Lítið hlaup hafið í Grímsvötnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.