Er leigjandi borgunarmaður fyrir húsnæðisláni?
20.11.2012 | 10:45
Er sá sem greiðir til dæmis 140-180 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu óhæfur sem íbúðarkaupandi miðað við kröfur Íbúðalánasjóðs og bankanna?
Nei, ekkert endilega. Þúsundir manna þurfa að leigja af því að þeir uppfylla ekki kröfur um eigið fé. Sá sem kaupir íbúð, segjum á 21 milljónir króna, fær venjulega lán fyrir 80% fjárhæðarinnar og þarf þá að vera með 4,2 milljónir í eigið fé.
Margir hafa hrakist út á leigumarkaðinn vegna þess að þeir hafa misst íbúð einhverra hluta vegna og ungt fólk bætist við markaðinn og þarf að kaupa sína fyrstu íbúð. Saðan er hins vegar sú að venjulegt launafólk hefur varla tök á því að gera þetta tvennt í einu, greiða mánaðarlega leigu og spara jafnframt fyrir útborgun í nýrri íbúð.
Lausnin á þessu vandamáli er í sjálfu sér einföld. Gengið er þá út frá því að sá sem borgar leigu að fjárhæð 140-180 þúsund krónur sé tvímælalaust borgunarmaður fyrir samsvarandi húsnæðisláni.
Hugmynd mín er sú að hann fengi tvenns konar lán. Annars vegar hefðbundið húsnæðislán og hins vegar skammtíma húsnæðislán til fjögurra ára.
Lauslegur útreikningur á þessum tvískipta lánaformi gæti litið út eins og hér kemur fram:
- Mánaðarleg afborgun af 16,8 milljón króna húsnæðisláni er um 78.000 krónur á mánuði.
- Mánaðarleg afborgun af 4,2 milljón króna húsnæðisláni er um 77.000 krónur á mánuði
- Niðurstaða en því sú að samtals greiðir lántakinn á fyrstu fjórum árunum 155.000 krónur á mánuði sem í raun og veru er hagstæðari kjör en að leigja á ótryggum markaði.
- Íbúðalánasjóður og bankar eiga á fimmta þúsund íbúðir, margar ekki í leigu, liggja undir skemmdum
- Húsaleigumarkaðurinn er ótryggur og slæmur kostur fyrir flesta
- Þeir sem leigja íbúðir eru yfirleitt traustir greiðendur
- Fæstir geta greitt húsaleigu og sparað um leið fyrir útborgun í íbúð
- Sparnaður sem myndast með eignamyndun í eigin húsnæði er sambærilegur við sparnað
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.