Ósanngjarnir yfirburðir ...

Á krá einhvers staðar á Englandi var haldin keppni sem nefnist „Heimsins mesti lygari“. Að minnsta kosti segir af þessari keppni á blaðsíðu sautján í Mogganum. Keppnin er haldin til heiðurs kráaareiganda sem uppi var á nítjándu og var sá annálaður fyrir „hæfileika“ sína að skrökva. Og svo segir í fréttinni:

Keppendurnir fá allt að fimm mínútur til að segja bestu skröksöguna. Keppnin er öllum opin nema stjórnmálamönnum og lögfræðingum, vegna „ósanngjarnra yfirburða“ þeirra á þessu sviði. 

þegar þarna var komið í lestri fréttarinnar hló ég rosalega ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband