Verđbólguáhćttan og forsendubresturinn

Aukin vissa um endurgreiđsluferil verđtryggđra lána umfram önnur lán leiđir beint af ţví ađ verđbólguáhćttunni er eytt međ verđtryggingu. [...] Verđtrygging skapar ţannig vissu um verđmćti endurgreiđslnanna, jafnvel ţó ađ langt sé ţar til ţćr falla til og verđlag ţróist međ óvćntum hćtti í millitíđinni.

Lúđvík Elíasson, hagfrćđingur hjá Seđlabanka Íslands, ritar í Morgunblađiđ í morgun málefnalega grein undir fyrirsögninni „Verđtrygging og skuldavandi“. Ofangreind tilvitnun er úr greininni.

Gera má nokkrar athugasemdir viđ grein Lúđvíks sem fyrst og fremst er rituđ međ hagsmuni skuldareigandans fyrir augum. Ţađ er svo sem allt í lagi en ég sakna ţess ađ hann fjallar lítiđ sem ekkert um hagsmuni skuldarans. Mig langar til ađ velta fyrir mér stöđu mála međ hliđsjón af greininni. 

Međ hruninu stökk breyttust verđtryggđar skuldir. Í sjálfu sér skiptir engu máli af hvađa hvötum fólk tók lán eđa hvort ţađ hafi átt ađ gćta ađ sér. Slíkt eru einungis vangaveltur sem blasa viđ eftir ađ ósköpin hafa orđiđ. Almennt er varhugavert er ađ ćtla almenningi sömu hugsun og fjármálafólki. Í fćstum tilfellum veltir almenningur fyrir sér hvort gíróseđillinn fyrir greiđslu afborgunar af láni sé réttur - ţađ treystir ţví einfaldlega.

Breytingar á vísitölum sem hafa áhrif á verđtrygginguna eru tiltölulega hćgar í augum almennings, koma „ađeins“ fram mánađarlega - smáhćkka međ hverjum mánuđi. Aftur verđur ađ taka ţađ fram ađ fćstir telja ţađ forsendu til ađ ađhafast eitthvađ enda er minniđ hverfult og nćr ef til vill ekki aftur til ţess tíma sem afborgun af láni var eđlileg. Ég hugsa til dćmis ekki eins og fjármálaspekúlant.

Forsendan fyrir lánveitingu og lántöku er yfirleitt miđuđ viđ nútímann hverju sinni, sjaldnast ađ annar ađilinn muni stórgrćđa og hinn stórtapa. Eftir hruniđ hélt lánveitandinn sínu en látakinn stórtapađi. Ţar međ brustu forsendur fyrir lánum og ekki var lengur jafnrćđi međ ađilum. Hefđi skuldarinn hugsađ eins og fjámálaspekúlant hefđi hann líklega ekki tekiđ lán nema ađ skilmálar hefđur veriđ ađrir. 

Rétt er ađ verđbólguáhćttunni er eytt međ verđtryggingunni. Gallinn er hins vegar sá ađ verđtryggingin er einhliđa, ţar hallast allverulega á skuldarann.

Afleiđing af ţessum vangaveltum hljóta ţví ađ vera tvćr. Annars vegar ađ skuldari og skuldareigandi standi jafnfćtis í viđskiptum sínum. Hér er átt viđ ađ laun séu verđtryggđ á borđ viđ lánin eđa ađ hvorki laun né lán séu veđrtryggđ.

Hins vegar er ţađ krafan um ábyrgđ í stjórn efnahagsmála, ađ verđbólgan sé ekki ţađ eyđandi afl sem geti gert útaf viđ skuldara. Hingađ til hafa stjórnvöld fengiđ ađ ráđa ferđinni án ţess ađ gerđar séu kröfur um ađ ţau haldi sig innan eđlilegra viđmiđana. Ýmislegt bendir til ţess ađ nú krefjist almenningur hins gagnstćđa.

Ţetta allt saman er ekki nóg. Sé leyst úr vandanum samkvćmt ofangreindu standa ţeir enn í sömu sporum sem óumbeđiđ hafa stórtapađ á lánum sínum vegna ţess ađ varla er hćgt ađ breyta gildandi lánasamningum nema ţeir séu á einhvern hátt ólöglegir (sem ţó virđist ekki duga í gengislánunum). Tugţţúsundir manna töpuđu á hruni fasteignamarkađarins og íbúđalán ţeirra eru oft hćrri en sem nemur skuldunum.

Ekki heldur leysir ţetta úr ţví kreppuástandi sem ofangreint hefur valdiđ í ţjóđfélaginu enda ljóst ađ slćm skuldakjör og kreppa í eignastöđu fólks á ríkan ţátt í samdrćtti í atvinnulífinu, atvinnuleysi, gjaldţrotum fyrirtćkja og annarri óáran sem veltutap í samfélaginu veldur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband