Ríkisstjórnin ætlar að lögleiða svindlið
10.11.2012 | 11:49
Hagsmunasamtök heimilanna bita ágengar auglýsingar þessa daganna. Raunar má segja að þau hirti ríkisstjórnina á þann hátt sem enginn stjórnarandstöðuflokkur hefur gert.
Í auglýsingu dagsins segja Hagsmunasamtökin:
Ríkisstjórnin ætlar að festa svindlið í lög og lauma því framhjá neytendum. Jóhanna, sögðust þið ekki ætla að vera með okkur í liði?
Samvæmt frumvarpi um neytendalán sem nú liggur fyrir Alþingi verður verðtryggingin tekin út fyrir útreikninga um árlega hlutfallstölu kostnaðar. Þar með er verið að falsa útreikninga um kostnað við að taka lán, neytendum í óhag. Enn á ný er verið að traðka á rétti neytenda, bregðumst við og forðumst slysið áður en það er um seinan.
Minnt er á að Hagsmunasamtök heimilanna eru með borgarafund í Háskólabíói þriðjudaginn 13. nóvember kl. 20 og er umfjöllunarefnið hin alræmda verðtrygging.
Ég ætla að mæta á þennan fund og ég skora á lesendur mína að gera það líka. Enda er það skoðun mín að banna eigi verðtryggingu á neytendalán. fyrir því hef ég barist og mun gera það með aukinni áherslu nái ég kjöri á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 24. nóvember næstkomandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.