Jakob F. Ásgeirsson er sterkur frambjóðandi

jakob

Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og útgefandi, gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann er hugsjónamaður, einn af fáum frambjóðendum. Ég þekki hann ekki persónulega en hef lesið það sem hann rita og nokkrar bóka hans, t.d. Þjóð í hafti.

Hann ritar grein í Morgunblaðið í morgun undir fyrirsögninni „Hvers konar ríkiskerfi á 300.000 manna þjóð að reka?“. Greinin er góð og kemur að mjög brýnum málum. Ég er sammál höfundinum enda hef ég nokkrum sinni ritað pistla um svipað efni.

Þess vegna leyfi ég mér að birta hér nokkur atriði í greininni (uppsetningin er mín sem og feitletranir):

  •  Blasir ekki við að það er fullkomlega fáránlegt að 300.000 manna land byggi upp opinberan geira með sama hætti og 5 milljón manna land?
  • Hvað getur 300.000 manna svæði leyft sér að hafa stóra utanríkisþjónustu?
  • Hvað geta 300.000 manns leyft sér að taka mikinn þátt í alþjóðlegu samstarfi?
  • Hvaða stofnanir er skynsamlegt að 300.000 manna svæði starfræki?
  • Hvað starfar margt fólk núna við stjórnsýslu á sveitarstjórnarstigi? Hvað væri hæfilegt að það væri margt til að sinna 300.000 manna svæði?
  • Hvað telja skattborgararnir í þessu 300.000 manna landi réttlætanlegt að standa undir mikilli yfirbyggingu við stjórn og rekstur þess?

Svona eigum við að spyrja á öllum sviðum opinbers rekstrar. 

Ég held að Sjálfstæðismenn þurfi heiðarlega hugsjónarmenn á þing, menn eins og Jakob F. Ásgeirsson á þing, tel ekki nokkurn vafa á því og mun kjósa hann í fimmta sæti listans eins og hann fer fram á. Ástæðan er sú að það er kjósendur þurfa að skoða hvað frambjóðendur hafa haft fram að færa, ekki aðeins fyrir prófkjörið, heldur yfirleitt. Það kann að hjálpa til við val á frambjóðendum 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband