Leiga fyrir 160 þúsund eða afborgun láns

Fjármögnun húsnæðis er eitt af því sem Gylfi segir að sé fólki erfið. Dæmið lítur oft svipað þessu út.

Íbúð kostar 21 milljón, hámarkslán er 16,8 milljónir og því þarf kaupandi að leggja fram 4,2 milljónir króna.

Þetta fé eiga margir ekki til, ekki síst þar sem mánaðarleg greiðslubyrði á leigumarkaði er þyngri en afborgun af húsnæðisláni, í flestum tilvikum, og því er söfnun sparnaðar oft erfið og mjög hæg. Kaupendur eigna eru því oftast nær að fá lán frá aðstandendum, og þetta segir Gylfi að sé einfaldlega ekki í boði fyrir þá sem ekki eigi vel stæða að, og ýti undir stéttaskiptingu.

„Það þarf að koma hér upp húsnæðisfjármögnunarkerfi þar sem leigutakar geta leigt til lengri tíma, og búa við öruggara umhverfi þegar kemur að leigunni. Þannig að það sé ekki hægt að henda því út við fyrsta hentugleika.“

Þetta er kafli úr viðtali við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, á visir.is. Gylfi kemur þarna að vandamáli sem er mjög stórt og er útborgun fólks í íbúðarhúsnæði. Þar sem fólk á ekki til þessar 4,2 milljónir króna lendir það í að leiga húsnæði sem kostar yfirleitt jafn mikið eða meira heldur en sem nemur afborgunin af 100% húsnæðisláni. 

Þá verður til annað vandamál. Af því að húsaleigan er svo há verður erfiðara fyrir fólk að spara til að eiga fyrir útborgun til kaupa á húsnæði. Vandamálið bítur þannig í skottið á sér og til verður vítahringur sem erfitt er að komast úr.

Öryggi leigjenda á leigumarkaði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er lítið og getan til að kaupa húsnæði er oft ekki fyrir hendi. Það er því ekki nema eðlilegt að mönnum dett í hug svona húsnæðisfjármögnunarkerfi eins og Gylfi nefnir. 

Hitt gæti verið til athugunar að bjóða upp á að lánið sé tvískipt. Annars er um að ræða hefðbundið húnsæðislán og hins vegar húnsnæðislán fyrir útborguninni. Forsendan er að leysa úr vandamálum þeirra sem geta greitt af húsnæðislánum en mega það ekki vegna forsendna sem fjámálastofnanir gefa sér. Út úr þeim ramma verða menn að hafa hugrekki til að líta og gefa fólki kost á að eignast þak yfir höfuðið.

Dæmið lítur þannig:

  • 80 ferm íbúð kostar 21 milljón króna
  • Húsnæðislánið er 16,8 milljónir króna
  • Útborgunin er 4,2 miljónir króna

Mánaðarleg leiga samsvarandi íbúðarhúsnæðis er 160.000 krónur. Sé ofangreint metið kann niðurstaðan að vera þessi, lauslega reiknað:

  • Mánaðarleg afborgun af 16,8 milljónum er í upphafi um 78.000 krónur á mánuði.
  • Veitt er fjögurra ára lán fyrir útborguninni, 4,2 milljónir kr, afborgun er um 77.000 krónur á mánuði.
  • Þetta er um 155.000 krónur á mánuði. 

Hagræðið við að eignast eigið húsnæði með ofangreindum kjörum er tvímælalaust hagstæðara fyrir fólk en að leigja íbúð á ótryggum markaði fyrir sömu fjárhæð. Eða á bara að segja að fólk sem svona er ástatt fyrir verði bara að þreyja þorrann upp á von og óvon og halda áfram að kasta peningum út um gluggann?

Þá er það spurningin um hinn ótrygga markað. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ vill taka upp húsnæðisfjármögnunarkerfi fyrir húsaleigumarkað. Ég get ekki betur séð en að slíkt kerfi geti allt eins vel sinnt þörfum íbúðarkaupanda. Þetta má skilyrða á þann veg að þetta bjóðist aðeins ungu fólki sem og þeim sem ekki eiga íbúð fyrir eða hafa misst íbúð vegna efnahagshrunsins.

Ég hvet til þess að þetta mál fái meiri umræðu því Gylfi hefur vakið máls á mjög krefjandi máli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband