Framboðsleikur Helga Hjörvars
8.11.2012 | 13:32
Það er auðvelt fyrir Helga Hjörvar, þingmann Samfylkingarinnar, að standa núna upp þá hundraðasti dómurinn kemur um gengislánin og halda því fram að ekkert sé að vanbúnaði að hefja endurútreikning lána.
Hvað sagði þessi þingmaður þegar Árnalögin voru samþykkt? Hver voru viðbrögð hans við hverjum dómi hæstaréttar á fætur öðrum sem gerðu gengislánin ólögleg?
Jú, hann gætti hagsmuna fjármálafyrirtækjanna. Hann og aðrir þingmenn ríkisstjórnarinn töldu það óhæfu að ekkert kæmi í staðinn fyrir gengisviðmiðunina. Sló skjaldborg um fjármálafyrirtækin.
Og núna, þegar ljós er að þjóðin er að flengja ríkisstjórnarflokkana í skoðanakönnunum, prófkjör er í nánd og þingkosningar á næsta ár þá nennir hann loks að standa upp og þykjast vera í liði með almenningi. Menn sjá í gegnum svona leikaraskap.
Hagsmunir Helga Hjörvar liggja í því að hann vill halda áfram þingmennsku en sér sitt óvænna vegna þess að eftirspurn eftir honum og öðrum Samfylkingarmönnum hefur dregist saman.
Styður við fram komin sjónarmið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sárindi á bak við ´lyktun þína Sigurður eru skiljanleg ef þau falla þá ekki undir flokksdræg viðhorf. En varla megum við liggja manninum á hálsi að hafa gefið þessa yfirlýsingu. Hann er í þeirr þingnefnd sem hefur mikla vikt í svona málum.
Þá sömu vikt - eða svipaða - hefur Björn Valur Gíslason og þung orð hans í garð stjórnarformanns Hjúkrunarheimilisins Eirar ber líka að skoða af sama sjónarhóli.
Það er ólíkindum verra að þurfa þráfaldlega að álykta um svo slæm tök og ábyrgðarlaus á stefnumarkandi ákvörðunum einstaklinga sem starfa í umboði okkar, þessara almennu borgara sem svo nefnast.
Árni Gunnarsson, 8.11.2012 kl. 13:46
Rétt hjá þér Árni. Hins vegar er hann í stjórnmálum og þar taka menn afstöðu. Að vísu finnst sumum betra að vera þar í góðu skjóli. Og það er alveg rétt hjá mér, mér er ofboðið og ég er sár vegna þess hvernig farið er með fólk.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.11.2012 kl. 13:52
Hvað sagði þessi þingmaður þegar Árnalögin voru samþykkt?
Árnalögin urðu til þess að bankarnir endurreiknuðu lánin strax.
best að tjá sig ekki um hluti sem þú veist ekkert um
Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2012 kl. 15:36
Þakka þér fyrir úrilla kveðjuna Bjarni Freyr Borgarsson. Finnst að þú ættir að gæta tungu þinnar, jafnvel þó ég viti ekkert hvað ég segi, eins og þú orðar það svo ósmekklega.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.11.2012 kl. 15:39
Ég ætla aðeins að testa vitneskju þína
Þú ert að stefna að því að komast á Alþingi þannig að þú ættir að höndla þetta
Hvað fólst í þessum svokölluðum Árnalögum? Og hvað ætti Helgi Hjörvar að hafa sagt við þeim.
Hvað hefði verið bestu viðbrögðin að þínu mati? Hvað hefði þú gert?
Ég er líka í Sjálfstæðisflokknum og á heima í RVK og mun kjósa í prófkjöri.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2012 kl. 17:29
Hafðu það bara eins og þú vilt, minn kæri. Sé ekki tilganginn í því að taka próf hjá þér.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.11.2012 kl. 18:26
Þá sé ég ekki neina ástæðu afhverju þú sért góður kostur á Alþingi.
Getur ekki einusinni staðið fyrir þínu máli.
hefur líklega ekki vitsmuni í það.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.11.2012 kl. 20:54
Held að þú hafir rétt fyrir þér, en það er ekki fallegt að núa minnimáttar það um nasir að þeir séu vel gefnir.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.11.2012 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.