Ráðherra fer með rangt mál og fær hnífinn í bakið
8.11.2012 | 08:58
Þegar ég heyrði af orðum ráðherra í þinginu þess efnis að enginn hefði spáð fyrir um óveðrið í byrjun september varð ég hugsi. Mig minnti endilega að spár í sjónvarpi og útvarpi hefðu verið þess efnis og ég taldi mig hafa séð á vefnum að hvassast yrði á norðausturhorninu .
Nú er það svo að að yfirleitt ber innlendum spáaðilum saman, Veðurstofunni og vefmiðlinum belgingur.is. Fleiri leggja ekki stund á veðurspár, held ég.
Svo sá ég þessa fínu kynningu á veðurspánni fyrir 10. september í sjónvarpinu í gær og á mundi ég eftir öllu saman. Ráðherrann hafði einfaldlega farið með rangt mál.
Nú er beðið eftir afsökunarbeiðni frá honum. Hún kemur áreiðanlega og án nokkurs trega. Hitt vekur athygli að umhverfisráðuneytið skuli hnýta í innanríkisráðuneytið með fréttatilkynningu. Það er áreiðanlega einsdæmi að horfa upp á slíkt. Ráðuneyti eiga ekki að skattyrðast opinberlega, þau hljóta að hafa einhvern vettvang fyrir slíkt. Gæti það heitið ríkisstjórn ...? En hvað veit maður sosum um þessa vinstri stjórn? Bakstungur eru þar daglegt brauð.
Ummæli ráðherra komu Veðurstofunni í opna skjöldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bakstungur í stjórnmálum eru daglegt brauð allir flokkar stunda þær! Ummæli Ráðherra voru mistúlkaðar að hanns mati ;)
Sigurður Haraldsson, 8.11.2012 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.