Eftirlitsstofnun með aflandskrónum
6.11.2012 | 14:29
Króna er ekki króna nema hún sé króna með upprunastimpli. Þetta er svo yfirgengilega gáfuleg tillaga frá Sigriði Ingibjörgu Ingadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, að ég hvet til þess að hún verði einróma kjörin formaður flokksins.
Þessi þingmaður Samfylkingarinnar reynir við öll tækifæri að tala gjaldmiðil þjóðarinnar niður eins og hún mögulega getur. Það gengur auðvitað ekki að þingmenn sýni ekki samfélaginu tilhlýðilega virðingu.
Svo er það hitt, að það er útilokað að takmarka fjárfestingar af því tagi sem konan talar um. Þeir aðilar sem eiga aflandskrónur eru ekki eyrnamerktir eða skylt að klæðast einhverjum auðkennisklæðnaði. Þeir eiga auðvelt með að stofna hlutafélög til að kaupa fasteignir og fá heimamenn til að leppa þau fyrirtæki fyrir sig.
Sigriður væri þá vís til að leggja til að stofnuð verði eftirlitsstofnun ríkisins með aflandskrónum svo ekkert fari á milli mála. Raunar væri það eftir öllu að Samfylkingin stæði að þessu. Í sjálfu sér kann slíkt að vera atvinnuskapandi verkefni en ...
Vill takmarka fjárfestingu í fasteignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.