Svört vinna er holl og góđ í kreppu

Svört vinna

Enn tređur ríkisskattsstjóri fram í sviđsljósiđ og kvartar undan „svartri vinnu“, ţá hoppar Halldór Grönvold hjá ASÍ á vagninn og talar um svik, svindl og svínarí í sjónvarpinu og allir hneykslast međ. Međfylgjandi úrklippa er úr Mogganum í morgun.

En veltum ţví fyrir okkur hvađ svört vinna er. Ţrátt fyrir allar skilgreiningar er hún ekkert annađ en yfirlýsing um ađ skattbyrđi sé of há og atvinnuleysi of mikiđ. Sem sagt miklir erfiđleikar í efnahagslífi hins almenna launamanns sem ađ sjálfsgöđu endurspeglar efnahag ţjóđarinnar.

Fólk reynir ađ bjarga sér, afla ađeins meiri tekna en ţađ hefur möguleika á samkvćmt „löglegu“ leiđinni. Ţetta er skiljanlegt.

Ţar af leiđandi er lausnin ekki fólgin í ţví ađ berja á ţeim sem hafa vit og getu heldur ađ laga efnahagslíf ţjóđarinnar. Ţađ skyldi ţó ekki vera ađ ţakka megi svartri atvinnustarfsemi ţann litla hagvöxt sem ríkisstjórnin gumar nú af.

Skúli Eggertz, ríkisskattstjóri, vill skjótvirkari úrrćđi. Hann skilur ekki máliđ enda er lausnin ekki sú ađ haga sér eins og Stasi gerđi í Austur-Ţýskalandi, eđa nasistar, KGB og allar ţessar stofnanir sem settar voru upp til ađ berja niđur frjálsa hugsun og trođa öllum í sama mót. Skjótvirku úrrćđi einvaldsaflanna eru einföld og áhrifarík. Grunađir eru skotnir eđa ţeim hent án dóms og laga í einangrunarbúđir, hvort tveggja ku auka hagvöxt. 

Lausnin er einfaldlega sú ađ gera svik og svindl gegn velferđarkerfinu óarđbćrt. Og hvernig förum viđ ađ ţví?

Ef lesandinn ţarf ađ spyrja, ţá er hann tvímćlalaust í vondum málum. Atvinnuleysi, verđbólga, of háir skattar og önnur efnahagsleg óáran hefur mikla fylgikvilla. Ţess vegna bera ađ vinna ađ meininu sjálfu en ekki afleiđingum ţess.

Ţađ er ţví ástćđa fyrir Skúla Eggertz, ríkisskattstjóra, Halldór Grönvold, hjá ASÍ, og ađra sem hafa hneykslun og reiđi ađ atvinnu, ađ gćta ađ ofangreindu, sem og ţessu: Svört vinna er t.d. góđ fyrir ţá sem atvinnuleysi, efnahagshrun, kreppa og fáttćkt hefur bitiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband