Bönnum jólaauglýsingar þar til í aðventu

Jólin væru í þrjá mánuði á ári fengju kaupmenn að ráða. Nú er enn haust þó farið sé að kólna, sumarið rétt liðið, og þá er því skrökvað að okkur að jólin séu að koma. 

Sá í fjölmiðlum í dag að innanríkisráðherra ætlar að setja á stofn happdrættisstofnun ríkisins sem á að hafa eftirlit með happdrættum landsmanna, að þau gangi rétt fyrir sig. Þetta er nú meiri bölvuð dellan. Honum væri nær að setja á stofn jólasstofnun ríkisins sem hefði eftirlit með því að enginn auglýsti jólin fyrr en þann fyrsta í aðventu. Þá myndi ég klappa Ögmundi Jónassyni lof í lófa.

Ég er ákveðinn í því að versla ekki á þessu ári við þau fyrirtæki sem þjófstarta á þennan hátt. Setja upp jólaskraut og jólavörur og auglýsa opinberlega jólin í október og nóvember. Hvet alla til að fylgja þessu fagra fordæmi.

Jólin eru ekki markaðstorg, hafa aldrei verið það og eiga ekki að vera það. Þau hafa verið misnotuð og eyðilögð. Boðskap jólanna hefur jólasveinninn kastað á glæ. Nú miðast allt við að gefa gjafir, éta á sig gat, drekka frá sér allt vit og skemmta sér svo rosalega, ofboðslega, hrikalega og hafa það svo æðislega næs og yndislega notalegt að flestir þurfa allan janúar til að ná sér og fjárhagurinn kemst ekki í lag fyrr en í mars.

Og blessuð börnin vita ekki muninn á frelsaranum, hvítskeggjuðum jólasveini eða heimskum heimatilbúnum gaurum sem búa í Esjunni. 


mbl.is Jólin komin í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég er algjörlega sammála þér með að Jóla-auglýsingarnar byrja of snemma og er alveg nóg að miða við Aðventuna þar eins og þú segir Sigurður. Nógu mikið ærast börnin þá, og foreldrar margir hverjir eiga í fullu-fangi með að stytta Aðventutímann venga spennings og tilhlökkunar barnana...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.10.2012 kl. 07:27

2 Smámynd: K.H.S.

Bjúgnaglámur og Valdi bjóða nú nýja stjórnarskrá. það jólatilboð verður seint slegið.

K.H.S., 19.10.2012 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband