Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Þjóðaratkvæðagreiðslur eru lýðræðislegar nema ...
18.10.2012 | 17:48
Það viðhorf hefur náð mikilli útbreiðslu að þjóð hafi ekkert vit á fjárhagsáætlunum stjórnvalda eða fjárlögum. Þess vegna megi ekki bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um þessi mál né heldur þau sem varða utanríkispólitík.
Það er sem sagt lýðræðislegt ef þjóðin fái að tjá sig í þjóðaratkvæðagreiðslum en alls ekki lýðræðislegt ef ræða á um fjármál ríkisins, skatta eða alþjóðlegar skuldbindingar. Þar endar lýðræðið.
Er þetta ekki enn ein ástæða til að segja NEI í hinni þjóðlegu skoðanakönnun meirihluta Alþingis?
Icesave ekki knúið í þjóðaratvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 107
- Sl. sólarhring: 373
- Sl. viku: 578
- Frá upphafi: 1647566
Annað
- Innlit í dag: 83
- Innlit sl. viku: 503
- Gestir í dag: 83
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Skil ekki alveg röksemdafærsluna -- þótt niðurstaðan kunni alveg að vera gild. Tillaga stjórnlagaráðs breytir engu um Icesavemálið frá því sem nú er (málsskotsrétti forseta er ekki breytt) og því er varla dregið möguleikum fólks til að hafa áhrif á eitt eða neitt með þessum tillögum. Hvernig er þá hægt að nota lýðræðisrök gegn þessum tillögum?
GH, 18.10.2012 kl. 18:12
Ég skil ekki heldur þetta viðhorf að þjóðaratkvæðagreiðslur megi bara nota um sumt ekki annað. Svo er það annað mál að ýmisr með stjórnmálalegar kenndir skreyta sig með lýðræðishugtakinu og leyfa sér að halda því fram að andstæðingar séu andlýðræðislegir. Þetta er allt svo vitlaust að maður gerir sig eiginlega að fífli með því að taka þátt í umræðunni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.10.2012 kl. 19:58
OK. Þú vilt sem sagt víkka ákvæðið þannig að það nái líka til fjárlaga og alþjóðlegra skuldbindinga? Ef svo hvers vegna ekki segja það. Það er nefnilega ekki neitt óvenjulegt við þett ákvæði -- það tekur mið af dönsku stjórnarskránni hugsa ég. En ég hef grun um að þú eins og Sigríður Andersen viljið í raun ekki hafa nein ákvæði í þessa veru í stjórnarskrá, þótt ykkur hafi þótt henta þegar ÓRG vísaði Icesave í til þjóðarinnar. Annars sé ég ekki nokkra ástæðu til að nöldra yfir þessu.
GH, 18.10.2012 kl. 21:04
Þetta er takmarkað með sama hætti og Danir takmarka málskotsrétt minnihluta þingmanna vegna ESB aðildar. Þar fer ESB með hluta fullveldisins og því ekki hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað sem er.
Fyrirkomulag ákvæðisins býr m.ö.o í haginn fyrir mögulega aðild Íslands að ESB.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 21:45
Ég get ekki séð að það þurfi að takmarka þjóðaratkvæðagreiðslur við ákveðin mál og um leið útiloka önnur. Sé það gert verður það stjórnvöldum í lófa lagið að breyta viðmiðuninni. Ég treysti einfaldlega ekki stjórnvöldum á hverjum tíma til að hafa þetta vit fyrir mér eða öðrum. Annars er það ekki leiðum að líkjast að vera líkt við Sigríði Andersen, hún er skýr og skynsöm.
Ég er bókstaflega ansi hræddur um að Hans Haraldsson hafi rétt fyrir sér í niðurlagi athugasemdar sinnar.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.10.2012 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.