Stingandi þversagnir Þórs Saari

Hinn geðugi og prúði alþingismaður Þór Saari ritar grein í Morgunblaðið í morgun. Hann leggst eindregið gegn sameiningu sveitarfélags síns, Álftaness, við Garðabæ. Heldur því réttilega fram að ekki sé um sameiningu að ræða heldur yfirtöku.

Þversagnirnar í málflutningi Þórs eru stingandi. Hann vill ekki að Álftanes renni inn í Garðabæ en segir engu að síður:

Sjálfur er ég almennt hlynntur sameiningum sveitarfélaga þar sem það á við og tel að á höfuðborgarsvæðinu ætti að sameina öll sveitarfélögin í eitt en þó að því tilskildu að þau hefðu áfram ákveðið sjálfdæmi í ákveðnum málum og að aðkoma þeirra að heildarstjórninni sem hálf-sjálfstæðra eininga yrði áfram tryggð. 

Sem sagt: Þór er á móti sameiningu en er samt með sameiningum nema þetta og að undanskildu hinu.

Ekki er þetta nú merkileg pólitík. Hann er algjörlega orðinn eins og hinir pólitíkusarnir, getur í hvoruga löppina stigið og allt sem hann segir er með hrikalegum þversögnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband