Veiðigjaldið rústar fjármálum sveitarfélaga

Árið 2011 námu útsvarstekjur Grundarfjarðarbæjar um 332 milljónum kr. Fræðslumálin ein og sér, þ.e.a.s. rekstur grunn- og leikskóla, kostaði sveitarfélagið 308 millj. kr. sem er nánast sama fjárhæð og mun hverfa út úr litlu samfélagi til ríkisins.
 
Þetta segir Sigríður Finsen, hagfræðingur, í grein í Morgunblaðinu í morgun. Hún bendir á að ríkisstjórnin sé búin að senda sjávarútvegsfyrirtækjum í Grundarfirði gíróseðil fyrir 309 milljónum króna.
 
Það er ekki aðeins Sigríður sem hefur litla trú á að þessir peningar rati aftur til Grundafjarðar. Þó svo verði þá er hér einungis um að ræða lögbundna eignaupptöku ríkisins að ræða. Hún mun gera útaf við sjávarútveginn í landinu með geigvænlegum afleiðingum fyrir okkur almenning. Það kemur nefnilega að því að útsvarstekjur sveitarfélaga á landsbyggðinni munu lækka um rúmlega það sem ríkið ætlar að heimta af þeim.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband