Atvinna fyrir alla skiptir miklu

Atvinna fyrir alla er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Menntun eykur líkur á atvinnu. Svo einfalt er það. Hitt er svo annað mál að fólk er mismunandi af guði gert og hæfni þess til að stunda nám, sinna daglegum störfum, afla tekna er mismunandi.

Gera má ráð fyrir að alltaf verði fólk eftir á jaðrinum og það þarfnast aðstoðar. Aðstæður fólks geta verið afar ólíkar. Þar er þörf aðstoðar. 

Sjúkdómar, slys og áföll af ýmsu tagi geta skert getu margra til að takast á við verkefni í samfélaginu. Þar verður alltaf þörf aðstoðar.

Varast ber að ræða þessi mál með upphrópunum eða alhæfingum. Vandamál verða alltaf til staðar og til þess er þjóðfélagið að koma þeim til aðstoðar sem á þurfa að halda.  


mbl.is Samhæfing losi fólk úr fátæktargildru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband