Greiða kröfuhöfum gömlu bankana út í krónum

Margir miklir spámenn eru búnir að tjá sig af mikilli speki um skuldir þjóðarbúsins og kröfuhafa gömlu bankanna. Sitt sýnist hverjum og margar kenningar á lofti um svokallaða snjóhengju og hvernig eigi að losna við hana.

Guðlaugur Þ. Þórðarson, alþingismaður, ritar grein í Morgunblaðið í morgun og fjallar þar á skýran og einfaldan hátt um þessi mál. Hann segir í lok greina sinnar:

Sú leið sem hefur minnsta áhættu í för með sér fyrir íslenskan almenning er að setja gömlu bankana í þrot og greiða eignirnar út í íslenskum krónum. Þá sitja allir kröfuhafar við sama borð og komið er í veg fyrir að almenningur borgi fyrir gjaldþrot einkabanka.

Ég legg til að þessi leið verði farin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband