Vinstri grænir, aumkunarverður flokkur
10.10.2012 | 10:51
„Enginn flokkur verður aumkunarverðari í kosningabaráttunni í vetur og vor en VG“, segir Styrmir Gunnarsson á Evrópuvaktinni. Og hann hefur rétt fyrir sér.
Í nokkurn tíma eftir að Vinstri grænir samþykktu þingsályktun um inngöngu Ísland í ESB var mörgum andstæðingum flokksins hlátur í huga. Hvernig getur stjórnmálaflokkur svikið stefnuskrá sína og kosningaloforð? Jú, þeir ætluðu að fá að kíkja í pakkann, gá hvort niðurstöður viðræðnanna þýddu fyrir Íslendinga.
Það þurfti þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, til að útskýra fyrir þjóðinni að þetta væru ekki aðildarviðræður heldur aðlögunarviðræður. Ísland væri búið að sækja um aðild og nú færi fram aðlögun íslenskrar stjórnskipunar og laga og réttar að Evrópusambandinu.
Pakkinn er í raun og veru sá að það sem útaf stendur, það sem íslensk stjórnskipun er ekki eins og sú í ESB, ber Íslandi að breyta sinni. Það ferli er fyrir löngu hafið og hámark þess er breyting á stjórnarskránni. Í stað þess að breyta núgildandi stjórnarskrá stendur til að henda henni og önnur tekin í staðinn þar sem gert er ráð fyrir að Alþingi geti með einfaldri lagabreytingu afsalað fullveldi þjóðarinnar að hluta eða öllu leyti.
Og nú er svo komið að handlangari Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna og allsherjarmálaráðherra, Björn Valur Gíslason, alþingismaður, segist einfaldlega vera sammála aðild verði aðlögunarviðræðurnar jákvæðar og þjóðin haldi yfirráðum sínum yfir fiskimiðunum. Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG er sammála þessu, sem og Þráinn Bertelsson, þingmaður VG.
„Gjá að myndast hjá VG, tvær fylkingar, önnur vill ljúka ESB umsókn sem fyrst hin vill samning,“ segir í fyrirsögnum Morgunblaðisins í morgun.
Flokkur sem stendur svona að málum er tvímælalaust aumkunarverður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sigurður ekki að fara að vorkenna VG.það er samt merkilegt að það skuli veljast í VG eingöngu Fólk sem ekki er hægt að treysta..
Vilhjálmur Stefánsson, 10.10.2012 kl. 11:59
Nei, ég vorkenni ekki VG. Hitt er alvarlegra að flokkurinn skuli í ríkisstjórn verða til þess að sækja um aðild að ESB og verða landinu til skammar enda vita allir sem vilja að stór meirihluti þjóðarinnar er á móti aðildinni.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.10.2012 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.