Atvinnuleysi eða gengisfelling
9.10.2012 | 11:04
Örríki á fáa möguleika aðra en ofurgóða hagstjórn og dugar þó ekki alltaf til. Á jafnvægisvoginni eru tveir meginþættir. Fari verðbólgan upp fer yfirleitt atvinnuleysið niður og öfugt. Þannig er það í ESB, þar er atvinnuleysið að drepa almenning.
Atvinnulíf á Íslandi hefur tekið miklum breytinum frá því í upphafi síðustu aldar. Mestan tímann var hún afar mikið háð fiskveiðum og vinnslu. Og svo einhæft var atvinnulífið að aflabrögð höfðu áhrif á efnahagslífið og þar með á gjaldmiðilinn. Þegar síldin hvar óx verðbólgan.
Eflaust hefði verið hægt að hafa það þannig að krónan héldi gildi sínu hvað sem á gengi. Þá hefðu áföll í sjávarútvegi orðið til þess að þúsundir manna hefðu misst atvinnuna. Er það eitthvað sem er eftirsóknarvert.
Það þýðir ekkert fyrir Guðmund Gunnarsson að vaða fram í fjölmiðlum og halda því fram að stjórnmálamenn hafi af skepnuskap sínum einum saman fellt gengi krónunnar til að koma í veg fyrir að launafólk fengi réttláttar launahækkanir.
Guðmundur sleppir því viljandi eða af þekkinarleysi að útskýra hvers vegna gengi íslensku krónunnar féll sí og æ. Það hentar hins vegar ekki vegna þess að prédikun Guðmundar miðast við að gylla Evruna enda er hann þeirrar skoðunar að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Þær kröfur verður þó að gera til manna að þeir fari rétt með í sagnfræði sinni.
Krónan mesti óvinur launamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Að tengja atvinnuleysi og verðbólgu saman er einfaldlega vitleysa.
Sannaðist í stagflation tímabilinu í bandaríkjunum á seinustu öld
það er allra hagur að halda verðbólgu niðri
Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2012 kl. 12:18
Nú á að auka veiðiálag á alla fiskistofna þannig að þeir haldist stöðugir og .æa aukast fiskveiðar um 150 þúsund tonn í bolfiski = 150 þús x 600 = 90 milljarða atvinnyleysi minnkar og framboð á gjaldeyri vex krónan styrkist og verðbólga minnkar.
Kristinn Pétursson, 10.10.2012 kl. 02:16
... og dregur úr atvinnuleysi, Kristinn?
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.10.2012 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.