LSH minnkađur úr 174 ţúsund ferm í 235 ţúsund ...!

Venjulegt fólk eins og ég skilur ekkert í fyrirhuguđum framkvćmdum viđ nýjan Landspítala, háskólasjúkrahús (LSH). Skilja ekkert í ţví hvers vegna gríđarlegu byggingarmagni sé fleygt inn í Ţingholtin í Reykjavík, rétt eins og veriđ sé ađ byggja virki innan ţessa lágreista hverfis.

Guđrún Bryndís Karlsdóttir ritar grein í Morgunblađiđ í morgun. Hún er sjúkraliđi ađ mennt og einnig verkfrćđingur, sérhćfđ í sjúkrahússkipulagi. Í greininni er hún ađ svara Ingólfi Ţórissyni sem mun vera varaformađur bygginganefndar.

Í greininni segir Guđrún ađ í upphafi hafi erlendir ráđgjafar metiđ ţađ sem svo ađ 90-120 ţúsund fermetra spítali gćti ţjónustađ landsmenn. Áriđ 2005 var ákveđiđ ađ hanna 174 ţúsund fermetra spítala. Og svo kemur gullkorn:

Vegna breyttra ađstćđna er fengiđ álit norskra ráđgjafa, í framhaldinu er ákveđiđ ađ „minnka“ spítalann í 235.000 fermetra og ţađ er sú tillaga sem er beđiđ er eftir ađ skipulagsyfirvöld höfuđborgarinnar samţykki.

Og Guđrún rekur söguna og af mikilli kaldhćđni ritar hún eftirfarandi:

Ţađ eru liđin rúm 10 ár frá ţví ákveđiđ var ađ byggja háskólasjúkrahús. Í framhaldi af ţeirri ákvörđun hafa veriđ gerđar umtalsverđar breytingar á heilbrigđisţjónustu landsmanna, ţađ hefur komiđ ítrekađ fram í fjölmiđlum, rćđu og riti ađ í framtíđinni verđi öll sérhćfđ sjúkrahúsţjónusta veitt á LSH og á Fjórđungssjúkrahúsinu á Akureyri, önnur sjúkrahús landsins veiti almenna sjúkrahúsţjónustu. 

Ţessi áform voru sett í lög áriđ 2007, afleiđingin er sú ađ búiđ er ađ loka flestum skurđstofum landsins og fćkka fćđingarstöđum. Ţessar breytingar eru kynntar á ţann veg ađ veriđ sé ađ bćta ţjónustuna međ ţví ađ leggja hana af.

Guđrún segir beinlínis ađ markvisst sé veriđ ađ koma ţeirri hugsun inn ađ núverandi húsakostur Landspítalans sé ónógur:

Frá ţví ákvörđun um NLSH áriđ 2002 var tekin, hefur húsnćđi LSH fengiđ lágmarksviđhald og tćkjakaupum hefur veriđ frestađ ţar til starfsemin flyst í nýtt húsnćđi á ţeim forsendum ađ núverandi húsnćđi uppfylli ekki kröfur um burđarţol, lofthćđ og tćknikerfi.  

Hagrćđingin viđ nýjan spítala virđist vera lítil. Guđrún segir ađ hún sé reiknuđ ţannig ađ stöđugildum fjölgar ekki heldur á ađ fjölga sérgreinum, tćkjum og skrifstofum.

Einhvern veginn ćxlast ţađ ţannig ađ eftir lestur greinarinnar skil ég enn minna í ţeirri ákvörđun ađ byggja eigi nýjan spítala í Reykjavík. 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband