Úrelt fóbía og landnám glćpasamtaka

Ađ sjálfsögđu er fleira sem sameinar íslenska ţjóđ en sundrar henni. Skárra vćri ţađ nú. Ástćđa er ţó ađ óska ţess ađ ţeir sem stunda ţrćtubókarlist stjórnmálanna međ litlum árangri sjái endrum og eins ljósiđ. Ekki er beđiđ um neitt meira, bara endrum og eins.

Ţroski ćtti ađ fást međ aldri. Ţađ er ţó ekki sjálfgefiđ. Ţađ vekur ţó athygli ţegar menn eins og Ragnar Arnalds, fyrrum ţingmađur og ráđherra, stendur upp og brýnir samherja sína í pólitík. Á vef hans, Vinstri vaktinni gegn ESB, sem ćtti ađ vera skyldulesning öllum Íslendingum, segir hann:

Vinstriflokkarnir leggjast gegn heimildum lögreglun til ađ vinna forvarnarstarf gagnvart glćpahópum. Yfirvarp ríkisstjórnarinnar er ađ forvirkar rannsóknaheimildir gćtu leitt til ofsókna gegn hversdagslegu fólki međ vinstrihneigđ í stjórnmálum.

Sögulega fóbíu vinstrimanna gegn lögreglunni má rekja til kalda stríđsins, t.d. 30. mars 1949. Deilurnar sem ristu djúpt á sínum tíma eru komnar á öskuhauga sögunnar og eingöngu áhugaverđar sem sagnfrćđi.

Ţađ mun kosta vinstriflokkana stórt ađ standa ţví ađ efla lögreglu til ađ kljást viđ glćpasamtök. 

Er ekki óhćtt ađ fullyrđa ađ í litlu landi eins og okkar sé hreinlega vonlaust ađ stunda einhverjar ofsóknir. Fólk sćttir sig ekki viđ slíkt vegna ţess ađ stjórnmálaskođanir ganga yfirleitt ţvert á fjölskyldubönd, vinátta og kunningsskapur tengist oftar en ekki ţrátt fyrir pólitík og enginn óskar vinum, kunningjum eđa ćttingjum ofsókna vegna skođana ţeirra. Viđ sćttum okkur ekki viđ slíkt.

Látum ekki sögusagnir eđa fóbíu vinstri manna eđa einstaklingsfrelsi hćgri manna verđa til ţess ađ glćpasamtök taki ađ stunda landnám hér.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband