Menntamálaráðherra ræðst á Hjallastefnuna

Smáfuglarnir sjá að Katrín Jakobsdóttir hefur lagt upp í enn eina herförina gegn einkareknum skólum. Katrín hefur lagt sig alla fram um að hindra aðkomu Hjallastefnunnar, fyrirtæki sem rekur nokkra skóla á höfuðborgarsvæðinu, að skólastarfi á Tálknafirði. Nokkrar staðreyndir liggja fyrir í málinu.
  • Hjallastefnan hefur rekið skóla með myndarbrag í mörg ár.
  • Hjallastefnan rekur skólana með mun minni tilkostnaði en ríkið.
  • Nemendur skólans koma betur út í samanburðarprófum en nemedur ríkisskólanna.
  • Mikil ánægja er meðal foreldra og starfsfólks.
  • Hjallastefnan er eftirsóttasti rekstraraðili skóla á Íslandi.
  • Foreldrar og kennarar á Tálknafirði eru hæst ánægðir með aðkomu Hjallastefnunnar.
  • Þrátt fyrir allt þetta telur Katrín Jakobsdóttir að enginn skuli reka skóla nema embættismenn íslenska ríkisins. Þeir skulu segja foreldrum einhliða hvað sé í boði og kennurum einhliða hvernig að því skuli staðið. Allt frelsi og frumkvöðlastarf í þeim efnum er ekki velkomið.
Aðför Katrínar Jakobsdóttur að Hjallastefnunni er með miklum ólíkindum og velta smáfuglarnir fyrir sér hvort rétt sé að fórna öllu fyrir gömlu kommakreddurnar um algjöran ríkisrekstur á öllum sviðum samfélagsins?
 
Ofangreint er af vefmiðlinum amx.is í dag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minnir mig á uppákomuna í Bretlandi þar sem matráðskona ein var með heit brauð og grænmeti og var dáð af börnum og foreldrum.  En svo var henni bannað að hafa svona mat á boðstólum, þrátt fyrir að hún færi aldrei yfir kosnað.  Af hverju? Jú þetta var mismunun þar sem aðrir skólar buðu ekki upp á svona góðan og heilbrigðan mat.

Er allt í lagi með fólk?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 14:39

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Nei, kæra vinkona. Það er ekki í lagi með þetta fólk.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.10.2012 kl. 14:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Því miður veldur svona þenkjandi fólk oft ómældu tjóni áður en það missir völd til að skemma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.10.2012 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband