Fellið sem hvarf við Vífilsfell
8.10.2012 | 10:30
Náman í Vífilsfelli er stórkostlegt lýti á fjallinu og umhverfi þess. Það hefur nær eyðilagt ágæta gönguleið upp á sléttuna. Útsýnið þaðan er ljótt eins og ég hef rætt um í fyrri pistlum. Lítið en snoturt fell suðaustan við Vífilsfell var hreinlega tekið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ég hef raunar birt áður.
En það er ekki aðeins náman við Vífilsfell sem hefur angrað mig og marga aðra. Vélhjólamenn eiga aðsetur þarna skammt frá en láta sér það ekki nægja. Í mörg ár hafa þeir búið til sínar eigin leiðir, meðal annars undir vesturhlíðum Vífilsfells og Bláfjalla. Þar þykir þeim gaman að reyna sig en um leið spæna þeir upp land og eyðileggja. Til þess hafa þeir ekkert leyfi en yfirvöld láta sér þessi lögbrot í léttu rúmi liggja eins og svo mörg önnur í umhverfi og náttúru.
Á myndinni sét lítið fell. Það er nú horfið eins og má sjá á neðri myndinni. Aðeins hola er eftir þar sem það áður hafði staðið í 7.000 ár.
Eftirlit með námunni við Vífilsfell var greinilega ekkert fyrst nú hafa bæjaryfirvöld í Kópavogi vaknað og telja að fylla þurfi upp í lýti á fjallinu. Auðvitað er þetta til marks um að ekki sé rétt að málum staðið. Nú spyr maður hvort einhver lærdómur hafi verið dregin af þessum mistökum.
Fylla upp í lýti á Vífilsfelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.