Ferđaskrifstofa lokar veginum upp á Fimmvörđuháls
8.10.2012 | 00:08
Í gćr fór ég á Fimmvörđuháls. Skilti viđ Skóga vakti athygli mína. Á ţví stendur:
Athugiđ!
Akstur ađ fjallvegi á Fimmvörđuháls er takmarkađur
Reglur um ađgengi: Reglur ţessar gilda eingöngu 15. júní - 31. október 2012.
Akstur er einföngu leyfđur fyrir skipulagađar jeppaferđir á vegum ferđaţjónustufyrirtćkja.
Akstur er leyfđur milli kl. 10-12 og 16-18, á öđrum tímum er lokađ.
Allir jeppar sem aka upp veginn skulu vera merktir viđkomandi fyrirtćki.
Vinsamlegast sýniđ tillitsemi í hlađinu, akiđ ekki hrađar en 10 km/klst. og stöđviđ ekki ađ óţörfu.
Allar upplýsinga reru veittar í síma 571-3344
Eins og sést á međfylgjandi mynd hefur einhver ákveđiđ reglur um ađgang ađ veginum upp á Fimmvörđuháls. Hvergi kemur fram á skiltinu hver hafi sett ţessar reglur né heldur á hvers ábyrgđ skiltiđ er sett upp.
Ţó er gefiđ upp símanúmer. Ţađ er skráđ á Trek ferđir í Reykjavík, en ţađ er ferđaţjónustufyrirtćki. Hvers vegna ţetta fyrirtćki hefur tekiđ sér ţađ vald ađ setja upp regluskilti veit ég ekki en hitt veit ég mćtavel ađ réttur ţess er enginn.
Veginum upp á Fimmvörđuháls er lokađ međ keđju og lás. Ađeins útvaldi ađilar hafa lykil. Almenningur fćr ekki ađ aka upp á Hálsinn. Hér virđist ţví um ađ rćđa lögbrot sem embćtti Sýslumannsins á Hvolsvelli ber skylda til ađ taka á.
Ţess ber auđvitađ ađ geta ađ vegurinn upp á Fimmvörđuháls er sýsluvegur og í umsjá sveitarfélagsins Rangárţings eystra.
Galli vegarins er ađ hann liggur um milli húsa bóndans ađ Skógum og ţađ getur alls ekki veriđ forsvaranlegt ađ vegur liggi um hlađiđ á matvćlaframleiđslufyrirtćki.
Lengi hefur stađiđ til ađ fćra upphaf vegarins frá Skógabćnum en ţađ hefur ekki tekist. Hagsmunaađilar eru margir og allir međ ólíkar ţarfir og kröfur, bóndinn, sumarhúsabyggđin, hérađsnefndin, Vegagerđin og ábyggilega margir ađrir. Enginn virđist ţó gćta hagsmuna almennings.
Ţađ breytir ţví hins vegar ekki ađ ferđaskrifstofa hefur ekki rétt til ađ takmarka umferđ um veginn né heldur Skógabóndinn. Ţađ getur einungis sveitarstjórnin gert. Vandi hennar er ađ hún hefur ekki haft dug í sér til ađ taka ákvörđun eins og sést mćtavel á ţeim fundargerđum sem sveitarfélagiđ birtir á vef sínum. Hvergi hef ég hin vegar fundiđ neitt í samţykktum hennar sem heimilar takmörkun á akandi umferđ um veginn upp á Fimmvörđuháls. Skógabóndinn getur hins vegar lokađ hlađinu hjá sér fyrir óviđkomandi umferđ og ţađ ćtti hann ađ gera. Ţá er hugsanlegt ađ hreyfing komist á máliđ.
Neđri myndin er tekin fyrir ofan Skógabćinn. Ţarna komiđ af Fimmvörđuhálsi og framundan er fjárhús og fjós og vegurinn um hlađiđ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:24 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.