Eins og köttur í kringum heitan graut

Ekki skipti ég mér af því hver verður valinn formaður Samfylkingarinnar. Hins vegar finnst mér alltaf gaman að tjá mig um hin ólíklegustu mál, allt frá geimferðum til sagnfræði. Skylt hinu síðarnefnda er túlkun á því hvað sumir samfylkingarmenn segja.

Margir þeirra eiga það til að tala ekki hreint út heldur hringsóla eins og tunglferja sem lendir þó aldrei á tunglinu. Kremlarlógían er skyld sagnfræðinni. Hún gekk út á þá fræðigrein að geta sér til um það sem ráðamenn Sovétríkjanna sálugu voru að segja í ræðum og rit. Þeir voru svo óskaplega loðnir og langorðir að enginn vissi eiginlega hver boðskapur þeirra var.

Árni Páll Árnason, þingmaður og fyrrum ráðherra Samfylkingarinnar, er eins og hinir öldruðu Sovétleiðtogar. Í mörgum og löngum greinum tjáir hann sig en þó yfirleitt bara í skilyrtum setningum, eitthvað á þessa leið; „Ef þetta eða hitt væri svona þá myndi ég annað hvort gera eitt eða annað ...“. Sjaldnast segir hann neitt sem hægt er að henda reiður á.

Skelfing væri nú gaman ef þessi ágæti maður yrði næsti formaður Samfylkingarinnar og Dagur varaborgarstjóri yrði áfram varaformaður. Þá yrði nú aldeilis mikil umferð í kringum heita grautinn, rétt eins og var eitt sinn í kringum tunglið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Menn sem geta ekki eða vilja ekki vera ábyrgir fyrir neinu, eða eru ekki nógu heiðarlegir, tala svona loðið og óskýrt.  Svo er einn og einn sem bara hugsar svona óskýrt.  Ekki síst í nefndum stjórnmálaflokki. 

Elle_, 7.10.2012 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband