Stjórnarformaður OR segir ósatt

Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir ósatt samkvæmt frétt Morgunblaðsins í morgun. Hann valdi persónulega fjármálafyrirtækið HF Verðbréf til að hafa umsjón með sölu Gagnaveitunnar sem er í eigu OR.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, situr í stjórn Orkuveitunnar gerði athugasemd við þessa ákvörðun á stjórnarfundi þar sem ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um söluna.

Stjórnarformaðurinn telur samkvæmt frétt Moggans að Orkuveitunni sé heimilt að gera þetta án úboðs. Svo segir í fréttinni:

[...] auk þess sem forstjóri Orkuveitunnar hafi brugðist við athugasemd Kjartans með því að framkvæma verðkönnun. 

Mogginn lætur ekki plata sig og blaðamaðurinn Hörður Ægisson segir ennfremur í fréttinni (feitletranir eru mínar):

 

Einhver áhöld virðast hins vegar vera um hversu ítarleg sú verðkönnun hafi verið. Þegar Morgunblaðið leitaði eftir svörum frá öðrum fjármálafyrirtækjum – MP Banka, Straumi, Virðingu, Auði Capital og Arctica Finance – þá kannaðist ekkert þeirra við að Orkuveitan hefði óskað eftir tilboðum frá þeim til að hafa umsjón með fyrirhugaðri sölu á eignarhlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst var aðeins leitað til stóru viðskiptabankanna eftir verðtilboðum.

 

 

Nógu slæmt er það nú að Orkuveitan sé í miklum fjárhagslegum erfiðleikum en það bætir ekki úr skák að stjórnarformaðurinn sé nú orðinn ber að ósannindum. Auðvitað er krafan sú að hann segi af sér. Annað er ósamboðið þeirri pólitík sem Samfylkingin og Besti flokkurinn hafa í orði boðað. Á móti kemur að þessi boðorð eru eins og siðareglur borgarfulltrúa aðeins til notkunar milli klukkan níu og fimm.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband