Framtíðin er ekki í ESB
2.10.2012 | 23:46
Fjöldi mætra manna vill breyta framtíðarsýn íslensks þjóðfélags. Þetta fólk vill að Ísland gangi í ESB. Í fréttinni segir meðal annars:
Hópurinn segir framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé og minna athafnafrelsi blasa við ungu fólki á Íslandi og þessu þurfi að breyta.
Auðvitað er þetta rétt en að mínu mati er ekki lausnin sú að ganga í Evrópusambandið. Þjóðin er of fámenn til að eiga þarna heima, þar munu einkenni hennar hverfa. Þess í stað eigum við að standa fast á hugsjón þeirra sem börðust fyrir því að gera Ísland að frjálsu og fullvalda ríki.
Hafi einhver áhyggjur af stöðu mála má benda á þá einföldu staðreynd að hingað höfum við þó komist þrátt fyrir allt. Á eigin spýtur höfum við byggt upp þjóðfélag sem í megindráttum er gott og gerir vel fyrir þjóðina. Sé eitthvað að þá ættum við að geta gert betur. Við eigum að bera höfuðið hátt og gera þær kröfur til stjórnmálamanna og atvinnulífs að Ísland verði ávallt meðal þeirra fremstu í heimi og lífsgæðin með þeim mestu.
Hvað er það í þjóðfélaginu sem við getum bætt? Þjóð sem er aðeins rúmlega þrjúhundruð þúsund manns ætti að vita það. Við erum ekki svo mörg að einn einstaklingur eigi að geta týnst í mannhafi. Þjóðin er ekki þrjár milljónir manna, ekki þrjátíu og ekki þrjúhundruð milljónir. Við eigum að sníða okkur stakk eftir vexti, samkvæmt okkar eigin forsendum.
Páll Vilhjálmsson orðar þetta á athyglisverðan hátt í pistli á heimasíðu sinni.
Við-getum-ekki-fólkið hefur gefist upp á verkefni lýðveldiskynslóðarinnar að fullvalda Ísland bjóði börnum sínum velferð og velmegun á eigin forsendum. Ísland mun greiða með sér inn í Evrópusambandið vegna þess að lífskjör á Íslandi eru langt yfir meðallífskjörum í ESB-ríkjunum 27. Við-getum-ekki-fólkið vill senda milljarða til ESB til að geta sótt hluta peninganna tilbaka í verkefni hér á landi sem embættismenn í Brussel ákveða hver skuli verða.
Vilja breyta framtíðarsýninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"...framtíð með lægri launum, dýrara lánsfé og minna athafnafrelsi blasa við ungu fólki á Íslandi..."
En Grikkland, Portúgal, Spánn og Ítalía: Eru launin hærri, vextirnir lægri, atvinnan og frelsið meira en hér? Blaðran um lægri vexti sprakk ærlega, en samt er þessu haldið fram.
Þýskaland mun ekki niðurgreiða íslenska vexti. Fyrst þarf það að bjarga öllu Evrusvæðinu!
Ívar Pálsson, 3.10.2012 kl. 00:07
Held að margir hafi þá skoðun að Ísland verði yfir nótt eins og Þýskaland. Það gerist auðvitað ekki. Ég held að við getum gert mun betur en Þjóðverjar svo ekki sé talað um ESB.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.10.2012 kl. 00:10
Og svo vilja þau okkur sambærileg lífskjör og eru á Grikklandi, Spánn nú eða Ítalíu, svei þeim bara...
Það er greinilegt að það er verið að hugsa um hag fjárvaldsins hér en ekki okkar fólksins í Landinu...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.10.2012 kl. 00:12
Ingibjörg, Íslendingar hafa alltaf haft betri lífskjör heldur en Spánhverjar, Grikkir og Portúgalar. Aftur á móti er það spurning hversu lengi sú staða mun vara. Þar sem að þegar efnahagskreppunni líkur, sem mun gerast eftir nokkur ár. Þá mun efnahagsuppbygging hefjast.
Það er hætta á því að Spánn, Portúgal, Grikkland einfaldlega sigli fram úr íslendingum eftir nokkur ár að efnahagskreppu lokinni. Enda verða íslendingar þá ennþá höftum, sem verða orðin harðari en áður vegna kreppunar sem verður áfram ríkjandi á Íslandi og verður óleyst.
Það er hætta á því að þetta verði staðan á Íslandi eftir svona 10 til 15 ár. Jafnvel fyrr. Fer nákvæmlega eftir því hvernig haldið er á málum á Íslandi hvernig mál fara.
Íslendingar munu ganga í Evrópusambandið. Það verður hinsvegar ekki fyrr en eftir nokkur ár og illa gerð mistök íslendinga í efnahagsmálum sem það mun gerast.
Það verður búið að taka ansi mörg núll af íslensku krónunni þegar íslendingar svo loks ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna í kjölfarið.
Jón Frímann Jónsson, 3.10.2012 kl. 00:29
Hvad var tad nu mørg tusund% sem kronan hefur fallid fra tvi hun var tekin upp sem gjaldmidill???
Hvad var tad sem kostadi odverdbolgu sem for upp i 130% um tima
Hvad var tad sem orsakadi ad vid erum ad borga 4-8% veksti ofan i verdtrygginguna(i DK geturdu feingid overtrygd lan til 30 ara med 1% vøkstum)
hvenær var sidast støduleiki i geingismalum a Islandi
Lifsgædi?? mun lægri laun en a hinum nordurløndunum,td eru lægstu laun a Islandi ca 35-40% lægri a Islandi en i Danmørku( 197000 isl a moti ca350-70,000 dk) flestar matvørur dyrari,okurlan,ja ekki skritid ad folk se hrifid af tessu
Ekki skritid ad folk se hrifid ad tessu,
Þorsteinn J Þorsteinsson, 3.10.2012 kl. 06:29
Jón Frímann, miklir spámenn erum vér að geta slegið út helstu spámenn í heimi (Soros ofl.) með sannfæringuna eina að vopni, að Evrópa verði betri eftir nokkur ár. Það er nákvæmlega ekkert á bak við þá fullyrðingu, núna þegar hún þarf loksins að fara að horfast í augu við vandræðin sem hún skóp sér með Evrunni, sameiginlega mynt en aðskilda fjárhagi.
Ísland gengur ekki í ESB þegar langlíklegast útkoman þar er upplausn, uppþot og óáran. Með t.d. skynsamlega nýtingu auðlinda okkar þá getum við náð jafnvægi, en Evrópa trauðla.
Ívar Pálsson, 3.10.2012 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.