Sáttmáli allrar ţjóđarinnar eđa ...

Mörgum ţykir undarlegt ađ nú sé veriđ ađ ţröngva nýrri stjórnarskrá upp á ţjóđina. Ljóst er ađ hún hefur klofnađ um tillögur stjórnlagaráđs en ríkisstjórnin og meirihluti Alţingis neitar ađ vinna međ stjórnarandstöđunni um máliđ. Ţađ er hvorki vott um félagslyndi eđa samvinnu.

Óđinn Sigţórsson, bóndi á Einarsnesi í Borgarfirđi, hefur oft lagt gott til málanna í rćđu og riti og ekki síst međ greinaskrifum í Morgunblađinu. Hann ritar í morgun grein um stjórnarskrármáliđ og segir (greinaskil eru mín sem og feitletranir):

Öll međferđ meirihluta Alţingis á stjórnarskrármálinu er lítilsvirđing viđ Alţingi Íslendinga. Ţeir sem hafast ţannig ađ eru viljandi, eđa án vits, ađ grafa undan ţingrćđinu og ţví stjórnskipulagi sem viđ byggjum á.

Fall banka og framferđi eigenda ţeirra og stjórnenda getur ekki orđiđ afsökun skammsýnna stjórnmálamanna fyrir sleifarlaginu viđ endurskođun stjórnarskrárinnar. Hins vegar virđast ţessir sömu stjórnmálamenn leitast viđ ađ nýta sér réttmćta reiđi ţjóđarinnar til verksins. Nú er kominn tími til ađ staldra viđ.

Ţađ er ţví mikilvćgt ađ kjósendur nýti atkvćđisrétt sinn í kosningunum hinn 20. október nk. Ţá gefst einstakt tćkifćri til ađ skera úr um ţađ hvort stjórnarskrá lýđveldisins á ađ vera sáttmáli allrar ţjóđarinnar áfram, eđa bara eitt af stóru málunum hennar Jóhönnu sem hún ţarf ađ klára á kjörtímabilinu, svo vitnađ sé í hennar eigin orđ.

Nauđsynlegt er ađ ţjóđin sendi Jóhönnu og Alţingi skýr skilabođ og hafni ţessari hraklegu međferđ á sáttmála okkar allra og sendi máliđ til vandađara og efnislegrar međferđar ţar sem ţađ á heima međ réttu, hjá Alţingi sjálfu.

Ofangreint er međal annars ástćđan fyrir ţví ađ ég ćtla ađ merkja viđ NEI á kjörseđlinum og láta öđrum spurningum ósvarađ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Sigurđur. Verst ađ nei- iđ neitar ekki stjórnarskrárbröltinu sjálfu. Mađur hálf- samţykkir ţađ međ setningunni:

„Nei, ég vil ekki ađ tillögur stjórnlagaráđs verđi lagđar til grundvallar frumvarpi ađ nýrri stjórnarskrá.“

Ekki er mótmćlt frumvarpi ađ nýrri stjórnarskrá, ţví miđur, bara ţví ađ frádćmda Stjórnlagaráđiđ hrćri í frumvarpinu.

Ívar Pálsson, 2.10.2012 kl. 23:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband