Mogginn klikkar á netáskrifendum

Netaskrift

Man ekki hverstu lengi ég hef verið netáskrifandi að Morgunblaðinu en það eru að nálgast tíu ár. Mun líklega aldrei hverfa til hefðbundinnar áskriftar, þvílík eru þægindin. Hins vegar virðast netáskrifendur Morgunblaðsins alla tíð hafa verið hornrekur hjá blaðinu.

Fyrstu árin þurfti ég að millifæra sérstaklega fyrir netáskriftina, hún var ekki til í kerfinu.

Með Moggaklúbbnum er áskrifendum ætluð sérstök umbun með afsláttum og kjarakaupum hér og þar í viðskiptum en þar er ekki gert ráð fyrir netáskrifendum

Og núna hefur Mogginn milligöngu um kjarakaup á iPad enda eru slík tæki það sem koma skal. Ég forvitnaðist um kaup og kjör en fæ þau svör hjá mbl.is að ég sé ekki netáskrifandi, sjá meðfylgjandi mynd. Engu að síður er ég innskráður eins og sjá má efst í vinstra horninu.

Ég kvartaði auðvitað með tölvupósti. Góður maður á skrifstofu Morgunblaðsins hringdi svo til umsvifalaust og lofaði að láta „forritarana laga þetta“. Það hefur greinilega ekki enn tekist því meðfylgjandi mynd er frá því í morgun. Ekki kemst ég inn í tilboðið frekar en fyrir helgi.

Eftir stendur að Morgunblaðið ætlar að hasla sér völl með því að bjóða netáskriftir en klikkar á grundvallaratriðinu, gleymir núverandi netáskrifendum. Þversagnakennt og ekki góður bissness það fyrir frábært dagblað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband