Þögnin forsætisráðherra um ESB aðlögunina

Þögn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns og forsætisráðherra, um aðlögunarviðræðurnar við ESB, er í senn hávær og hrikaleg. Ekki einu sinni Mörður Árnason nefndi ESB málið í umræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hefur hann þó verið duglegur í hlaupum nenni forsætisráðherra að siga honum eitthvað.

Þögn Samfylkingarinnar um ESB markar fráhvarf Samfylkingarinnar frá því eina máli sem tilheyrir eina máli sem hún hefur komið með í ríkisstjórnarsamstarfið. 

Pólitískt séð er þetta stórviðburður. Nú hrekjast Vinstri græni og Samfylkingin frá ESB aðildinni vegna þess að kosningar eru í nánd og flokkarnir þora ekki því sem þeir voru fullir hugrekkis yfir árið 2009. Aðlögunarviðræðurnar hafa dregist á langinn. Hvers vegna veit eiginlega enginn. Líklegasta skýringin er sú að ESB veit það sem runnið hefur upp fyrir ríkisstjórninni á síðustu dögum; þjóðin er á móti aðildinni.

Staðan er engu að síður sú að Vinstri grænir og Samfylkingin ná ekki að þvo af sér ESB stimpilinn. Skiptir engu þó þeir reyni að breyta umræðugrundvellinum og ráðast með máttlausum hætti á Sjálfstæðisflokkinn og klína á hann einhverjum öfgum sem hefur aldrei átt grundvöll innan hans. 


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lítill vandi að skýra hvers vegna viðræðurnar hafa dregist á langinn. Til þess að opna og löka köflum þarf að mæta opnunar- og lokunarskilyrðum um aðlögun og ríkisstjórnin hefur ekki pólitískt bolmagn til að knýja aðlögunina fram.

Frá því að rýniferlinu lauk hefur lítið gerst fyrir utan samkvæmisleik með opnun og lokun kafla sem eru aðlagaðir í gegn um EES. Aðeins einn kafli sem flokkaður var sem "krefjandi" eftir rýnina hefur yfirleitt verið opnaður.

Hægt er að sjá yfirlit hérna:

http://en.wikipedia.org/wiki/Accession_of_Iceland_to_the_EU#Negotiation_progress

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 02:01

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ekkert að ræða pólitískt á þessu stigi. Málið er í farvegi og hópur fagmanna er í aðildarviðræðum. .. Það væri fráleitt að fara að ræða þetta á þeim tímapunkti í ræðustól á Alþingi.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.9.2012 kl. 18:16

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þvert á móti, Jón Ingi. Á bara að geyma umræðuna. Nei, takk!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 13.9.2012 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband