Litríkir lækir, blautir og þurrir ...

DSC_0383 110827

Þegar hraunspýja rann fram af Fimmvörðuhálsi og ofan í Hvannárgil í Goðalandi stíflaði hún Hvanná, sem þarna er þó frekar lítil.

Hún fann sér þó leið framhjá hrauninu en ekki það og hélt svo sína hefðbundnu leið eins og hún hefur án efa gert í árhundruð án mikilla breytinga. Þegar nánar var að gáð sást þó að hraunið sýndi nokkurn lit.

Liturinn kom fram í árfarvegi Hvannár. Þegar áinn sleikti hraunið leysti hún án efa upp einhver efnasambönd sem síðan settust í árbotninn. Hann varð ljósblár, brúleitur og líklega fékk hann jafnvel fjölbreyttari liti.

Ár er nú síðan ég gekk síðast um Hvannárgil og þá velti ég fyrir mér hversu kunnuglegir mér þótti þetta fyrirbrigði. Hvar hafði ég séð svona áður.

Svo gleymdi ég þessu öllu þangað til ég rakst á myndir úr Kálfafellsdal í safni mínu. Og þá rifjaðist þetta upp fyrir mér.

DSC_0394990805-42

Kálfafellsdalur í Austur-Skaftafellssýslu er stórfengleg náttúrusmíð. Eitt það merkilegasta sem ég hef séð hér á landi. Dalurinn er um það bil fjórtán kílómetra langur en frekar mjór, rúmlega eins kílómetra langur fremst en innst er hann miklu minni, um eitt til tvö hundruð metrar eftir því við hvað er miðað.

Hlíðar dalsins teygja sig víða langt upp fyrir eitt þúsund metra. Þarna eru víða merki um eldvirkni, berggangar teygja sig um allar hlíðar og slíta þær í sundur.

Og svo kemur röðin að hinum undarlegu árfarvegum sem þó voru þurrir er ég átti síðast leið þarna um, fyrir um þrettán árum. 

Á efstu myndinni er hraunspýjan sem féll ofan í Hvannárgil.

990805-45

Á litlu myndinni vinstra megin er lækurinn skammt fyrir neðan hraunið í gilinu. Ef lesandinn brýnir glyrnurnar kann hann að sjá litinn í á grjótinu í árbotninum.

Hægra megin er hinn þurri en blái lækjarfarvegur í hlíðum Kálfafellsdal. Alveg furðulegt að líta hann. Rétt eins og barn hafi þarna verið á ferð með litina sína og fundist ljósblái liturinn flottastur. Eiginlega er hann þó alveg út úr kortinu.

Raunar voru lækirnir tveir ef ekki fleiri. Hér eru myndir af þeim báðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband