Sífelldir skjálftar undir Tungnakvíslajökli
12.9.2012 | 15:38
Katla er komin í frí en Mýrdalsjökull er vakandi. eða með öðrum orðum enginn jarðskjálfti hefur mælst innan öskjunnar í Mýrdalsjökli undanfarna sólarhringa en alltaf er einhver órói undir rótum Tungnakvíslajökuls eða þar um kring.
Greinilegt er að enginn jarðfræðingur les bloggið mitt annars væru þeir án efa búnir að rita einhverjar athugasemdir um þessa sífelldu pistla mína um Tungnakvíslajökul. Mér finnst bara svo merkilegt að virknin skuli hafa þróast á þann vega að þar undir sé mikil hreyfing sem jafnast á við þá inni í öskunni. Og þegar askjan er komin í frí er enn líf undir Tungnakvíslajökli.
Ekki getur þetta allt verið hreyfingar á ís eða hrun. Ímyndum okkur að leikmannasið að þarna verði eldgos. Afleiðingarnar verða meiriháttar svo ekki sé meira sagt. Án efa verður flóð. Bráðvatnið mun streyma út Krossárdal, eflaust með einhverjum skemmdum í Básum og Langadal, síðan út með Fljótshlíð og skella þar á varnargörðum.
Hitt ber þó að skoða að jarðskjálftar þurfa ekki endilega að vera undanfari eldgoss. Það breytir því ekki að staðsetningin jarðskjálftanna er afskaplega forvitnileg - að mínu mati.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.