Skiptir Ártúnsbrekkan svo ýkja miklu máli?

Það er alveg ótrúlegt að heilsteypt áætlun skuli ekki vera fyrir hendi vegna náttúruhamfara á höfuðborgarsvæðinu. Nefna má eldgos, hraunrennsli, öskufall, jarðskjálfta eða sjávarflóð. Nokkrir hafa þó fjallað um þessi mál af mikilli þekkingu, til dæmis Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, Emil Hannes Valgerisson, bloggari, hefur gert kort af hugsanlegu hraunrennsli, og einnig hefur Ómar Ragnarsson bent á alvarlegar brotalamir í umfjöllun stjórnvalda.

Í þessu sambandi þarf að kanna hvers konar eldgosa má vænta í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og jafnvel á því sjálfu. Líklega eru ekki búist við stórum eldgosum samkvæmt sögunni, né heldur verður öskufall mikið. Hins vegar hafaf hér runnið gríðarlega miklir hraunflákar en einnig afar lítil hraun.

Í ljósi ofangreinds, ef rétt er, er líklega lítil hætta á því að fólk flýi umvörpum höfuðborgarsvæðið. Helsta vandamálið er því hraunrennsli og skemmdir á veitulögnum. Hvort tveggja getur gert stór hverfi óíbúðarhæf og þar af leiðandi kann fólk að þurfa að flýja. Ein hvert? landsbyggðin getur ekki hýst tvo þriðju landsmanna, húsnæði er ekki fyrir hendi.

Af þessu má draga þær ályktanir að mjög brýnt sé að verja byggðina gegn hraunrennsli og halda opnum veitulögnum og vegum. Hafi fólk rafmagn, heitt og kalt vatn er fólk rólegra og grípur ekki til aðgerða sem eru í litlu samræmi við aðstæður. 

Þá er spurningin þessi: Hvað hefur verið gert til að verja veitulagnir og vegi gegn hugsanlegri vá? Ártúnsbrekkan skiptir litlu.


mbl.is Annar ekki umferð ef rýma þarf borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ártúnsbrekkan annar vart umferð á venjulegum vinnudegi hvað þá ef eitthvað kæmi uppá ...

Jón Snæbjörnsson, 11.9.2012 kl. 16:45

2 identicon

Ég fer til Viðeyjar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband