Hin versta klípa stjórnmálaflokks
11.9.2012 | 13:24
Kommissararnir í ESB vita alveg hug íslensku þjóðarinnar gagnvart aðildarumsókninni. Þjóðin er fjúkan reið vegna hennar og það birtist einfaldlega í stöðu Samfylkingarinnar og VG í skoðanakönnunum.
Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, segir á Vinstrivaktinni gegn ESB:
Vinstri grænir hafa komið sér í einhverja verstu klípu sem stjórnmálaflokkur getur ratað í. Kosningar nálgast óðum þar sem bersýnilega verður tekist hart á um stærsta mál líðandi stundar: afstöðuna til ESB-aðildar. Forystumenn VG samþykktu aðildarumsókn í trausti þess að á tveimur, þremur árum mætti kanna hvað í boði væri og síðan gæti þjóðin fellt sinn lokadóm um samningsniðurstöðuna og hafnað inngöngu í ESB.
Þetta fór þó allt á versta veg fyrir VG eins og vænta mátti. Leiðtogar ESB hafa sem stendur lítinn áhuga á aðildarsamningi við Íslendinga vegna þess að þeim er löngu orðið ljóst eins og öllum öðrum að íslenska þjóðin vill ekki ganga í ESB. Þess vegna hafa viðkvæmustu þættir samningaviðræðnanna ekki einu sinni verið opnaðir hvað þá meir.
Verst af öllu er þó sú staðreynd að Vinstri græni hafa orðið sér til mikillar hneisu vegna umsóknarinnar og að hægt væri að kanna hvað í boði væri. Auðvitað var þetta tóm vitleysa sem borin var á borð fyrir þjóðina. Ekki er hægt að kíkja í pakkann því pakkinn er einfaldlega sjálft ESB. Aðildarviðræður eru aðlögunarviðræður. Þær fjalla einfaldlega um það hvernig Ísland ætlar að taka upp lög og reglur ESB, aðlaga sig þessu ríkjasambandi.
Þetta er ástæðan fyrir því að VG er margklofinn flokkur. Þetta er ástæðan fyrir því að Jóni Bjarnasyni var vikið úr ráðherraembætti. Leiðtogar VG draga flokk sinn á asnaeyrum. Verst er þó að þeir, ásamt Samfylkingunni, hafa gert Ísland ómarktækt í augum umheimsins. Það fyrirgefst örugglega ekki í Brussel að sækja um aðild án þess að hugur fylgi máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður, þetta með að Samfylkingin hafi gert Ísland ómarktækt í augum umheimsins er alveg hroðalegt. Gerir öllum samningamönnum erfitt fyrir. Og ætti þetta að vera næg ástæða til að losa sig við þessa menn og konur og banna þeim að koma nálægt opinberum störfum næstu 100 árin. En getum við komist lægra en við erum núna. Það vantar bara örlítið á til að stjórnarfarið hér verði eins og í Norður Kóreu og tek ég þá ekkert sérstaklega í!!!!
Eyjólfur Jónsson, 11.9.2012 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.