Með Davíð og höfund Reykjavíkurbréfs á heilanum

Nú er sláturtíðin að hefjast í sveitum landsins. Í stjórnmálunum stendur hún sleitulaust árið inn og árið út. Sjaldnast er gaman að sjá er blóðið rennur en ekki verður kjötið til á lagernum í Krónunni eða Bónusinu. Og ekki heldur verða menn allir stórir af blaðaskrifum sínum hversu mjög sem þeir rembast og tvinna saman gáfuleg ummæli.

Fyrir nokkrum dögum ritaði hagfræðingurinn Jón Steinarsson grein í Fréttablaðið og lofaði þar og prísaði verk ríkisstjórnar norrænnar velferðar. Hann sagði í upptalningu sinni greininni:

4. Seðlabankinn: Hún rak Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Ég hvet lesendur til þess að reyna að hugsa þá hugsun til enda að Davíð væri enn seðlabankastjóri.

Það þurfti sem sagt hagfræðing til að koma með þá tilgátu að brottrekstur Davíðs Oddssonar úr Seðlabankanum hafi verið þáttur í velferðarstörfum ríkisstjórnarinnar.

Jón Steinarsson hefur hins vegar ekki sýnt annað í fræðum sínum en pólitíska sleggjutóma og mistök. Um hann segir meðal annars höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins þessa helgina:

 Hagfræðingurinn Jón Steinsson kvartaði yfir því opinberlega skömmu fyrir bankahrun haustið 2008, að SÍ lánaði íslensku bönkunum ekki nóg! Eftir bankahrun lýstu hann og Már Guðmundsson og fleiri slíkir því yfir við ríkisstjórnina að henda hefði átt gjaldeyrisvarasjóði Seðlabankans lóðbeint ofan í bálið. Slík dæmi um ráðleggingar hagfræðinga segja ekki alla söguna um stöðu hagfræðinnar, en þær segja kannski meiri sögu um þá sem þarna eiga hlut að máli og eru enn að þenja sig.

Jón Steinarsson er með Davíð Oddsson á heilanum. Líklega verður hann með þá báða á heilanum hér eftir, Davíð og höfund Reykjavíkurbréfsins. Líklega er fullt starf að hafa bara annan þeirra á heilanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband