Skrifborðið heima

Stundum finnst mér alltof mikið vera á skrifborðinu heima hjá mér.

Þá gríp ég til þeirra ráða sem margir brúka. Ég hreinsa vel til vinstra megin á skrifborðinu og legg allt sem þar var skipulega niður á hægri helming borðsins.

Þegar ég lít á skrifborðið uppgötva ég að borðið lítur miklu betur út en áður. Hins vegar hefur ekkert annað gerst en að ekkert er öðru megin á borðinu en staflarnir hinum megin.

Ef ég þyrfti gæti ég svo sem hælt mér af þessu, rétt eins og ríkisstjórnin gerir. Ég veit þó betur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband