Ţegar viđ handsömuđum bankarćningjann Lugmeyer

SS logreglan 1977

Eitt ţađ merkilegasta og fróđlegasta sem ég hef tekiđ mér fyrir hendur var ađ vera í lögreglunni tvö sumur, var sumarlögga, eins og ţađ var kallađ. Ţar kynntist ég fjölmörgum eftirminnilegum mönnum. Marga ţeirra ţekki ég enn ţann dag í dag.

Međfylgjandi mynd var tekin af vaktinni hans Ţorsteins heitins Sturlaugssonar, varđstjóra, en hann er lengst til hćgri. Mikill ágćtismađur sem hann var.

Ţessi hópur vann sér ţađ til ágćtis ásamt nokkrum öđrum ađ grípa ţýskan bankarćningja sem lifiđ hér í stuttan tíma viđ gott atlćti sem hann hafđi vissulega efni ađ veita sér.

Ţannig var ađ viđ fengum útkall seint á laugardagskvöldi í ágúst vegna manns sem hafđi ótrúlega mikla peninga á sér og fannst ţeim sem lét af ţví vita máliđ hiđ dularfyllsta. Viđ ókum sem leiđ lá í Álfheima og komum viđ í Glćsibć og svipuđumst eftir Volkswagen bíl sem mađurinn átti ađ vera í. Ţá kom tilkynning um ađ bíllinn vćri á leiđ til okkar ţar sem viđ ókum austur Gnođavog. Viđ stoppuđum bílinn kammt frá austustu blokkinni sem ţar er milli Gnođarvogs og Suđurlandsbrautar.

Í lögreglunni 1977

Ţórđur Hilmarsson (fjórđi frá vinstri á myndinni) og Ómar Smári Ármannsson (ţriđji frá vinstri á myndinni) voru reynslumiklir og gengu ađ bílnum. Okkur hinum höfđu ţeir Doddi og Ómar sagt ađ vera á varđbergi ef eitthvađ kynni ađ gerast. Ég gekk út úr bílnum ađ aftan og var á leiđ vinstra megin viđ hann í áttina ađ fólksvagninum. 

Ţá gerast hlutirnir hratt. Einhver hleypur í myrkrinu í fangiđ á mér svo ég nćstum dett og hleypur síđan í burtu. Grípiđ hann, grípiđ hann er kallađ. Og ég snarsnýst og hleyp á eftir manninum sem nćr hafđi kollvarpađ mér. Hann hleypur yfir gangstéttina og út á grćnt grasiđ og stefnir á Suđurlandsbraut. Ég var ţó miklu sprettharđari en hann, náđi honum fljótlega og geri ţá eins og sést oft í betri löggubíómyndum, skutla mér áfram og gríp um lappirnar á kauđa svo hann skellur allharkalega niđur. Ţá var leikurinn búinn og gafst hann fljótlega upp enda fjöldi lögreglumanna komnir á stađinn.

Náunginn, Lugmeyer, minnir mig ađ hann hafi heitiđ, var svo settur í fangaklefa, yfirheyrđur og síđar framseldur til Ţýskalands ţar sem hann tók út refsingu fyrir brot sín. Auđvitađ var ţetta dálítiđ skemmtilegt atvik en svo gleymdist ţađ ţar til blađamađur og ljósmyndari komu frá einhverju ţýsku tímariti og óskuđu eftir ađ fá ađ taka viđtöl og mynda okkur sem höfđum unniđ ţetta mikla afrek ađ handsama bankarćningja.

Međfylgjandi myndir fékk ég svo sendar frá ţessu ţýska tímariti. Auđvitađ gerđist margt skemmtilegt í löggunni en ţetta var nú einna frćgast og var mađur rosalega montinn í nokkra daga. 


mbl.is Lögreglan opnar ljósmyndasíđu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Thorberg Friđţjófsson

Sigurđur.

Hann Steini var Alfređsson.

Kv. Jón Th.

Jón Thorberg Friđţjófsson, 6.9.2012 kl. 19:57

2 Smámynd: S i g u r đ u r   S i g u r đ a r s o n

Ţakka ţér fyrir, Jón. Ţorsteinn Ţórir Alfređsson hét hann fullu nafni. Var einhvern veginn fastur međ Sturlaugs nafniđ, en sonur hans heitir Sturlaugur, gamall vinur minn.

S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 6.9.2012 kl. 20:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband