Marktækar spár hins draumspaka

Þegar leitað er til veðurfræðings og hann inntur eftir því hvernig veðrið verði í vetur er það eins og þegar stjórnmálafræðingur tjáir sig um langlífi ríkisstjórnarinnar. Hvorugur hefur rétt fyrir sér vegna þess að þeir hafa einfaldlega ekki forsendur til gefa út marktækrar yfirlýsingar.

Réttast væri að leita til mín um hvort tveggja. Ég hef góðan aðgang að draumspökum manni sem sjaldnast hefur brugðist bogalistin í spádómum sínum. Stundum hef ég getið um hann hér í pistlum mínum og minnisgóðir lesendur mínir muna mætavel að hann spáði fyrir gosi í Mýrdalsjökli síðasta haust, öðru gosi á Fimmvörðuhálsi, ríkisstjórnin myndi falla í sumar, Ísland myndi ganga í ESB síðasta vor og Ástþór Magnússon myndi verða forseti Íslands.

Minn draumspaki trúnaðarmaður heldur því fram að veturinn verði góður nema því aðeins að hitastig verði lægra en meðaltal segir til um. Hann heldur því blákalt fram að í vetur muni snjóa mikið og einnig muni rigna. Landsmenn eigi að geta stundað skíði en væntanlega ekki sólböð nema þegar hitastig hækki nógsamlega og sólin gægist fram úr skýjunum. Jólin verði ábyggilega hvít nema því aðeins að hitastig verði yfir tveimur gráðum á aðfangadag og það rigni síðustu daganna í aðventu.

Í lok desember skiptir um og nýtt ár hefst (hann er viss um að þessi spá rætist). Hann spáir því einnig að kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar verði hörð. Ríkisstjórnin muni verja aðgerðaleysi sitt með ótal rökum og stjórnarandstaðan mun harðlega gagnrýna aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar. Hún mun falla í kosningunum. Ný ríkisstjórn mun taka við völdum og verður Sjáflstæðisflokkurinn í forystu nema því aðeins að vinstri stjórn þriggja flokka verði mynduð, þá er ólíklegra að hann verði í henni.


mbl.is Langtímaspám ber ekki saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband